Lífið

Íslensk mynd sigursæl á kvikmyndahátíð í New York

Drottningin Raquela frá Filipseyjum.
Drottningin Raquela frá Filipseyjum.

Leikstjórinn Ólafur Jóhannesson og mynd hans, The Amazing Truth About Queen Raquela, vann til tvennra verðlauna á hinni nýlokinni kvikmyndahátíð NewFest í New York. Myndin hlaut verðlaun sem besta alþjóðlega kvikmyndin en einnig Vanguard verðlaunin, sem afhend eru af dómnefnd á vegum sjónvarpsstöðvarinnar Showtime, sem er meðal annars á bakvið þættina Dexter og Californication.

Myndin segir frá Raquela, stelpustrák frá Filipseyjum sem dreymir um að flýja til Vesturlanda til að finna draumaprinsinn, og er einhvers konar leikin heimildamynd. The Amazing Truth About Queen Raquela hefur þegar hlotið Teddy-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Berlín en myndin verður frumsýnd hérlendis í haust.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.