Hanna Björk talar frá Teheran: 67 km til Írak Hanna Björk Valsdóttir skrifar 21. maí 2007 09:55 Choqa Zanbil í Shush. Á lista UNESCO, 3000 ára gamlar minjar um Elamite-arkitektúr. Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. Þegar ég labbaði út úr flugvélinni labbaði ég á vegg. Hitinn sem var yfir 40 gráður var nánast óbærilegur en svartur síðermaklæðnaður og slæða á höfðinu var samt ennþá skylda og svitinn rann eftir bakinu. Þegar við keyrðum í klukkutíma frá flugvellinum til Shush sem var áfangastaður okkar sáum við olíuna brenna út í loftið á staurunum sem gnæfðu upp úr jörðinni. Mjög tilkomumikið og ég fann næstum lyktina af peningunum í loftinu. En Khuzestan er líka ríkasta landbúnaðarhérað Íran. Þar renna þrjár stórar ár í gegn og skapa úrvalsræktunarland. Þar vinna bændur hörðum höndum á hveitiökrum og sykurökrum, og allir mögulegir ávextir og grænmeti eru líka ræktaðir á svæðinu. Vegna þess hversu ræktunarland er gott á svæðinu eru þarna elstu minjar um byggð í Íran að finna og þarna settust þeir fyrst að. Shush var ein af mikilvægustu borgunum í fornu Persíu. 4000 ára fornminjar liggja alltum kring. Íran hefur aldrei hætt að koma mér á óvart og það var því mjög ánægjulegt að komast að því að í miðri eyðimörk í Shush sem engir túristar hafa heyrt talað um - kannski af því að þar eru engin hótel og engir veitingastaðir, og fólksfjöldinn nokkrar hræður - eru einhverjar merkilegustu fornminjar Írans að finna.Hanna Björk Valsdóttir.Darius I byggði vetrarhöll þarna 521 fyrir Krist sem svipar til Persepolis. Höllin lifði af Alexander mikla en eftir árás Mongólanna hvarf höllin í sand og fannst ekki fyrr en á 19. öld þegar franskir fornleifafræðingar hófust handa við að grafa upp höllina. Íranski hlutinn í Louvre-safninu í París kemur því allur frá þessu svæði. Þeir sem hafa séð minjarnar í Louvre geta farið til Shush og séð það sem var skilið eftir. Héraðið liggur upp við Írak og því vorum við með næturverði til að passa okkur á nóttunni. Í 67 km fjarlægð í Írak ríkir nefnilega algjör lögleysa og óstjórn. Bandaríkjaher þykist vera á staðnum en er aðallega í Baghdad þannig að restin af Írak er frekar afskiptalaust. Íbúarnir í Khuzestan eru af arabískum uppruna og þó að persneska sé opinbera tungumálið þá er arabíska aðaltungumálið. Innfæddir gera ekki greinarmun á fólkinu hinum megin við landamærin. Þetta er sama fólkið, sama jörðin og í hugum þeirra eru engin landamæri. Frændur og frænkur búa hinum megin við línuna og þau ferðast á milli. Saddam Hussein reyndi mikið að komast yfir fylkið í stríðinu við Íran 1980-1988 vegna auðlindanna sem finnast hér; olía og ræktunarland. Fylkið varð því verst úti í stríðinu og um hálf milljón Írana lét hér lífið við að vernda Khuzestan. Á föstudeginum sátu konurnar í moskunni, sem er líka aðalfélagsmiðstöðin, og báðu, sungu, görguðu og böðuðu út höndum, þetta var eins og að labba inn í fuglabjarg og ég hef aldrei séð eins mikla karaktera. Gömlu konurnar með sólþurrkuð andlitin eins og krumpaðar sveskjur, þykk gleraugu með svörtum þykkum umgjörðum og svörtu klútana vafða um höfuðið „arab-style“. Við gistum á sannkölluðu óðali, í gömlu stóru húsi með þjónustufólki, kokkum og einkabílstjórum. Og eins og alltaf var gestrisnin í hámarki og þetta fólk bar mig á höndum sér. Þetta var fullkominn endir á fullkominni dvöl í frábæru landi sem hættir ekki að koma á óvart. Fólkið og menningin er stórkostleg. Hér hef ég eignast vini á mettíma og því var hálf dapurt að koma aftur til Teheran til að pakka ofan í tösku og kveðja. Það veit svo sem enginn hvað gerist næst í íslamska lýðveldinu Íran sem heldur áfram að óhlýðnast bandaríska stórveldinu og setja hömlur á eigin íbúa en ég vona innilega að landið verði látið í friði og að fólkið fái frið til að lifa sínu lífi. Ég kveð núna Íran í bili og þakka öllum sem lásu pistlana. Khodahafez!hannabjork@gmail.com Tengdar fréttir Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Sjá meira
Ég endaði dvöl mína hér í Teheran á að flýja stórborgina og eyddi síðustu helginni minni með nokkrum vinum í Suður-Íran í ríkasta héraðinu, nefnilega Khuzestan. Khuzestan er olíufylkið, flestir skýjagljúfrar í Teheran eru byggðir fyrir peninga sem koma þaðan. Samt sem áður er fólkið þar fátækt. Peningarnir fara allir til borgarinnar. Það eru flug á 20 mínútna fresti til Ahvaz og flugvélin var full af olíubransafólki. Þegar ég labbaði út úr flugvélinni labbaði ég á vegg. Hitinn sem var yfir 40 gráður var nánast óbærilegur en svartur síðermaklæðnaður og slæða á höfðinu var samt ennþá skylda og svitinn rann eftir bakinu. Þegar við keyrðum í klukkutíma frá flugvellinum til Shush sem var áfangastaður okkar sáum við olíuna brenna út í loftið á staurunum sem gnæfðu upp úr jörðinni. Mjög tilkomumikið og ég fann næstum lyktina af peningunum í loftinu. En Khuzestan er líka ríkasta landbúnaðarhérað Íran. Þar renna þrjár stórar ár í gegn og skapa úrvalsræktunarland. Þar vinna bændur hörðum höndum á hveitiökrum og sykurökrum, og allir mögulegir ávextir og grænmeti eru líka ræktaðir á svæðinu. Vegna þess hversu ræktunarland er gott á svæðinu eru þarna elstu minjar um byggð í Íran að finna og þarna settust þeir fyrst að. Shush var ein af mikilvægustu borgunum í fornu Persíu. 4000 ára fornminjar liggja alltum kring. Íran hefur aldrei hætt að koma mér á óvart og það var því mjög ánægjulegt að komast að því að í miðri eyðimörk í Shush sem engir túristar hafa heyrt talað um - kannski af því að þar eru engin hótel og engir veitingastaðir, og fólksfjöldinn nokkrar hræður - eru einhverjar merkilegustu fornminjar Írans að finna.Hanna Björk Valsdóttir.Darius I byggði vetrarhöll þarna 521 fyrir Krist sem svipar til Persepolis. Höllin lifði af Alexander mikla en eftir árás Mongólanna hvarf höllin í sand og fannst ekki fyrr en á 19. öld þegar franskir fornleifafræðingar hófust handa við að grafa upp höllina. Íranski hlutinn í Louvre-safninu í París kemur því allur frá þessu svæði. Þeir sem hafa séð minjarnar í Louvre geta farið til Shush og séð það sem var skilið eftir. Héraðið liggur upp við Írak og því vorum við með næturverði til að passa okkur á nóttunni. Í 67 km fjarlægð í Írak ríkir nefnilega algjör lögleysa og óstjórn. Bandaríkjaher þykist vera á staðnum en er aðallega í Baghdad þannig að restin af Írak er frekar afskiptalaust. Íbúarnir í Khuzestan eru af arabískum uppruna og þó að persneska sé opinbera tungumálið þá er arabíska aðaltungumálið. Innfæddir gera ekki greinarmun á fólkinu hinum megin við landamærin. Þetta er sama fólkið, sama jörðin og í hugum þeirra eru engin landamæri. Frændur og frænkur búa hinum megin við línuna og þau ferðast á milli. Saddam Hussein reyndi mikið að komast yfir fylkið í stríðinu við Íran 1980-1988 vegna auðlindanna sem finnast hér; olía og ræktunarland. Fylkið varð því verst úti í stríðinu og um hálf milljón Írana lét hér lífið við að vernda Khuzestan. Á föstudeginum sátu konurnar í moskunni, sem er líka aðalfélagsmiðstöðin, og báðu, sungu, görguðu og böðuðu út höndum, þetta var eins og að labba inn í fuglabjarg og ég hef aldrei séð eins mikla karaktera. Gömlu konurnar með sólþurrkuð andlitin eins og krumpaðar sveskjur, þykk gleraugu með svörtum þykkum umgjörðum og svörtu klútana vafða um höfuðið „arab-style“. Við gistum á sannkölluðu óðali, í gömlu stóru húsi með þjónustufólki, kokkum og einkabílstjórum. Og eins og alltaf var gestrisnin í hámarki og þetta fólk bar mig á höndum sér. Þetta var fullkominn endir á fullkominni dvöl í frábæru landi sem hættir ekki að koma á óvart. Fólkið og menningin er stórkostleg. Hér hef ég eignast vini á mettíma og því var hálf dapurt að koma aftur til Teheran til að pakka ofan í tösku og kveðja. Það veit svo sem enginn hvað gerist næst í íslamska lýðveldinu Íran sem heldur áfram að óhlýðnast bandaríska stórveldinu og setja hömlur á eigin íbúa en ég vona innilega að landið verði látið í friði og að fólkið fái frið til að lifa sínu lífi. Ég kveð núna Íran í bili og þakka öllum sem lásu pistlana. Khodahafez!hannabjork@gmail.com
Tengdar fréttir Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01 Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01 Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Sjá meira
Hanna Björk talar frá Teheran: Vegatálmar og vestræn viðhorf Í Íran er föstudagur frídagur, eins og sunnudagur heima. Fimmtudagskvöld eru því partíkvöld hér í Teheran. Það tók mig smá tíma að venjast því að hér byrjar vinnuvikan á laugadegi sem er eins og hver annar mánudagur heima. Svona eru hlutirnir oft öfugsnúnir í Íran. Dagatalið er allt annað, hér er árið 1385, og persneska er skrifuð og lesin í öfuga átt, frá hægri til vinstri. 10. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Diskóljós og “meiköpp” rassía í Íran Sumarið er komið og moskítóflugurnar með. Næturnar fara nú í það að berjast við suðið í þeim í eyranu á mér og reyna að drepa þær áður en þær bíta mig. Sumarfiðringur er kominn í fólkið og flestir vilja bara vera úti að leika. Teheran hefur breytt um svip, trén urðu græn á einni viku, bleik blóm eru úti um allt og himininn fagurblár. 28. apríl 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Ananasgos, bananatyggjó og ís Þegar maður dvelur í útlöndum í lengri tíma þá fer maður alltaf að sakna fáránlegra hluta frá Íslandi eins og til dæmis SS-pylsna og ópals. En mér finnst reyndar ennþá skemmtilegra að vera í útlöndum og smakka mat sem mér finnst skrítinn. Í Íran er mikil matarmenning og ég hef verið mjög dugleg við að smakka allan mat sem mér er boðinn og yfirleitt er hann mjög góður, þótt Íranar séu óþarflega mikið fyrir að hafa súrsað grænmeti sem meðlæti. 17. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Bíó og brjálæði! Jæja, þá er ég komin frá Teheran til meginlands Evrópu. Ég fékk meira menningarsjokk við að lenda í Cannes heldur en í Teheran fyrir fjórum mánuðum. Cannes er mjög fallegur staður og ströndin og sólin lofuðu góðu. En svo fór ég á hátíðarsvæðið og geðveikin byrjaði. Fólk, fólk, fólk alls staðar. Höstl og læti. 26. maí 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Nætursöngur hermanna Ég átti ekki von á því að geta haldið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. 14. apríl 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Á slóðum Alexander mikla Ég gleymi stundum hvað Íran er ævafornt land, hvað menningin er rík og fáguð og hvað gamla Persía var mikið heimsveldi áður, þegar hún náði yfir öll Mið-Austurlönd, hluta af Afríku og alla leið til Indlands. 4000 ára saga þessa lands skiptist í mörg tímabil velmegunar og hnignunar, þrjú heimsveldi Persíu, konungsveldi og klerkaveldi. 11. febrúar 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Ný byrjun, nýr dagur í Íran Vorið er komið í Teheran. Það kom með nýja árinu aðfaranótt miðvikudags klukkan þrjú nákvæmlega. Þá vöknuðu þeir Íranar sem höfðu ekki haldið sér vakandi og fögnuðu nýja árinu með því að kyssa fjölskyldumeðlimi og stökkva yfir þröskuld með hægri fæti áður en þeir fóru aftur að sofa. Á hverju ári breytist dagurinn og tímasetningin vegna þess að koma vorsins og nýja ársins er nákvæmlega reiknuð út eftir staðsetningu himintunglanna. 24. mars 2007 00:01
Hanna Björk talar frá Teheran: Á snjóbretti í Íran Það var ekki það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég lagði af stað til Íran að ég ætti eftir að geta stundað eina uppáhalds-íþróttina mína þar. Nefnilega snjóbretti. 17. febrúar 2007 00:01