Lífið

Sofnaði í miðjum póker

Gísli ásgeirsson hrökk upp þegar hann heyrði skrölta í spilapeningum á borðinu.
Gísli ásgeirsson hrökk upp þegar hann heyrði skrölta í spilapeningum á borðinu.

„Ég var sybbinn og þreyttur,” segir Gísli Ásgeirsson, þýðandi og þulur. En á dögunum varð sá einstæði atburður að þar sem Gísli sat við og lýsti pókerþætti á Sýn þá sofnaði hann.

„Þarna voru menn að hugsa mjög djúpt. Ég heyrði þá suma hugsa. Mætti halda að þarna hafi Árni Johnsen verið við borðið. Og þá þegir maður sjálfur til að auka á stemninguna. Ég dottaði og hrökk svo upp við skrölt í spilapeningum á borðinu. Þá höfðu ráðist úrslit og ég reyndi að kjafta mig út úr því.”

Að sögn Gísla hafði hann tekið mikla vinnuskorpu þegar þetta var í þeim tilgangi að búa í haginn fyrir sig og skapa sér sumarfrí. Hann hafði þá þýtt og lýst átta þáttum á tveimur dögum. Gísli ætlar ekki að segja í hvaða þætti þetta var og hafnar því alfarið að þetta sé til marks um það að pókerinn sé bragðdaufur. Segir þetta alltaf jafn skemmtilegt. Hann mælir einkum og sér í lagi með þáttaröð sem nú er að hefjast og heitir World Series of Poker sem Gísli segir afbragð. „Í gær las ég inn á fjóra þætti og þeir voru svo fjörugir að það þurfti að áminna mig fyrir pólitískan halla. „Framsóknarröðin“ svokölluð, sem er opin í báða enda, býður upp á svo mikla tvíræðni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.