Lífið

DiCaprio í vondum málum

Óli Tynes skrifar
DiCaprio á Titanic.
DiCaprio á Titanic.

Nágrannar leikarans Leonardos DiCaprio heimta sextán milljóna króna skaðabætur af honum fyrir að ganga á lóð þeirra þegar hann var að láta gera körfuboltavöll við heimili sitt. Kæran var lögð fram í yfirrétti Kaliforníu í síðustu viku.

Ronald og Joan Linclau halda því fram að við framkvæmdirnar hafi verið veiktar undirstöður brekku við heimili þeirra og að hætta sé á þvi að verönd þeirra og sundlaug hrynji.

Í málsgögnum er sagt að DiCaprio hafi ekki gætt varúðar í jarðvinnu sinni og ekki tekið tillit til næstu lóðar.

Einnig er því haldið fram að DiCaprio hafi virt að vettugi aðvaranir um að hann væri að ganga á lóðarétt nágranna sinna. Ken Sunshine, talsmaður leikarans segir að enginn fótur sé fyrir þessari málshöfðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.