Lífið

Kynlífshjálpartæki Jacksons til sölu

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Fleiri en tuttugu þúsund munir sem eitt sinn tilheyrðu Michael Jackson verða seldir á uppboði á Hard Rock Hótelinu í Las Vegas í lok mánaðarins. Á meðal munanna eru kynlífshjálpartæki og málverk af nöktum drengjum.

Richard Altomare, forstjóri Universal Express flutningafyrirtækisins keypti safnið, sem meðal annars inniheldur búninga Jacksons, handskrifaða texta og verðlaunagripi af Henry Vacaro, fyrrverandi samstarfsmanni Jacksons.

Altomare reiknar með að fá rúma sex milljarða fyrir góssið.

Stjarnan reyndi upphaflega að fá lögbann á sölu munanna, sem hann hélt fram að væru eign sín, en hefur nú náð samkomulagi Altomare, sem felst í því að hann fær að fjarlægja tuttugu muni áður en það fer í sölu.

Líklegt er að það séu viðkvæmari hlutar safnsins, sem að sögn Altomars inniheldur málverk sem Jackson gerði af nöktum drengjum, húðlýsingarkrem og kynlífsleikföng.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.