Lífið

Trump orðinn afi

Óli Tynes skrifar
Donald Trump yngri og Vanessa, eiginkona hans.
Donald Trump yngri og Vanessa, eiginkona hans. MYND/AP

Auðkýfingurinn Donald Trump varð afi um síðustu helgi, rétt rúmu ári eftir að hann varð sjálfur faðir á nýjan leik. Það voru sonurinn Donald Trump yngri og eiginkona hans Vanessa sem eignuðust stúlkubarn. Hún hefur þegar fengið nafnið Kai sem hinn stolti faðir segir að sé sótt til danskra forfeðra móðurinnar.

Kai litla mun alast upp með frænda sínum Barron, sem afi hennar eignaðist með þriðju eiginkonu sinni Melaníu fyrir fjórtán mánuðum. Donald hinn eldri segir að hann hafi ekkert sérstaklega verið að hugsa um að verða afi. Sonurinn sé hinsvegar orðinn 29 ára gamall og kominn tími á að hann eignaðist erfingja.

Donald sagði að nú þegar hann geri sér almennilega grein fyrir því að hann SÉ orðinn afi, sé það stórkostleg tilfinning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.