Lífið

Stúlka kærir sýningu Brokeback Mountain

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Jake Gyllenhaal og Heath Ledger léku aðalhlutverk í myndinni.
Jake Gyllenhaal og Heath Ledger léku aðalhlutverk í myndinni.

Tólf ára gömul stúlka og fjölskylda hennar hafa farið í skaðabótamál við skólayfirvöld í Chicago vegna sýningar í bekk stúlkunnar á hinsegin kúrekamyndinni Brokeback Mountain. Jessica Turner sagðist hafa þjáðst andlega eftir að horfa á myndina. Kennarinn sagði nemendunum að það sem gerðist innan veggja bekksins, ætti að haldast þar, segir í Chicago Tribune.

Fjölskyldan fer fram á tæpar tvær milljónir í skaðabætur. Málið er höfðað gegn menntamálanefnd Chicago borgar. Kennarinn sýndi myndina í Ashburn Community Elementary skólanum fyrir ári síðan.

Myndin fjallar um tvo kúreka sem verða ástfangnir. Í henni er sýnt frá ástaratriðum milli mannanna tveggja og milli mannanna og eiginkvenna þeirra.

Kenneth Richardson afi stúlkunnar sagði að það væri mjög mikilvægt fyrir hann að barnabörn hans væru ekki kynnt fyrir svona atriðum. Hann sagði að stúlkan hefði fengið áfall eftir að horfa á myndina. Hún héldi því fram að hún hefði verið þvinguð til að horfa á hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.