Lífið

Háhraða sófi slær heimsmet

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Breskur garðyrkjumaður sló á sunnudaginn hraðamet húsgagna þegar hann keyrði sófa á tæplega 149 kílómetra hraða í Bruntingthorpe í Leicestershire. Marek Turowski keyrði sófann á tveggja mílna langri braut sem yfirleitt er notuð til að prófa háleynileg tæki fyrir varnarmálaráðuneyti Breta.

,,Þetta var hræðilegt. Maður finnur fyrir hverri misfellu á veginum... Það er eins og maður muni takast á loft." sagði Turowski að loknum túrnum.

Fyrri heimsmethafi í sófakeyrslu, Edd China, smíðaði sófann fyrir húsgagnaverslunina sofa.com. Fyrra metið, 140 kílómetra á klukkustund, setti hann árið 1998. Rétturinn til að keyra sófann var seldur á eBay uppboðsvefnum og rann allur ágóði til FSID sem rannsakar orsakir ungbarnadauða.

Sófinn er löggilt ökutæki og mun framvegis keyra um götur Lundúna þar sem verslunin er staðsett.

Myndband af sófakeyrslunni má sjá hér.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.