Lífið

Áhyggjur af ofbeldi

Leikstjórinn bandaríski hefur áhyggjur af ofbeldinu í Darfur-héraði í Súdan.
Leikstjórinn bandaríski hefur áhyggjur af ofbeldinu í Darfur-héraði í Súdan.

Óskarsverðlaunaleikstjórinn Steven Spielberg hefur lýst yfir áhyggjum sínum á ofbeldinu í Darfur-héraði í Súdan. Hann hefur sent bréf til Hu Jintao, forseta Kína, þar sem hann hvetur þjóðina til að setja þrýsting á Súdan um að hleypa friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna inn í landið.

„Ég bætist núna í hóp þeirra sem biðja Kínverja um að breyta stefnu sinni gagnvart Súdan,“ skrifaði Spielberg, sem starfar sem listrænn ráðgjafi Ólympíuleikanna í Peking sem verða haldnir á næsta ári.

Talið er að um 200 þúsund manns hafi dáið í Darfur-héraði og tvær milljónir til viðbótar misst heimili sín síðan deilurnar hófust árið 2003.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.