Lífið

Játaði sekt sína

Vöðvabúntið mikla hefur játað að hafa komið með vaxtarhormón til Ástralíu.
Vöðvabúntið mikla hefur játað að hafa komið með vaxtarhormón til Ástralíu.

Leikarinn Sylvester Stallone hefur játað að hafa haft með sér vaxtar­hormón til Ástralíu hinn 16. febrúar. „Ég gerði mikil mistök, ekki vegna þess að ég ætlaði að gabba einhvern heldur vegna þess að ég hafði ekki kynnt mér ykkar reglugerðir,“ skrifaði Stallone í bréfi sínu til dómstóla í Sydney. „Mér þykir mjög leitt að þetta brot mitt setji slæmt fordæmi fyrir almenning, því ég met skoðanir hans mikils.“

Stallone, sem er sextugur, var sakaður um að hafa flutt ólögleg efni til Ástralíu þar sem hann var staddur til að kynna nýjustu Rocky-mynd sína. Dómur verður kveðinn upp í málinu í næstu viku og á Stallone yfir höfði sér fjársekt.

Efnið sem hann flutti inn, Jintropin, er notað til að byggja upp vöðvamassa. Ekki má flytja það inn til Ástralíu nema með leyfi lyfjastofnunar landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.