Lífið

Fangelsisvist Parísar stytt

París þarf ekki að afplána nema um helming 45 daga fangelsisvistar sinnar.
París þarf ekki að afplána nema um helming 45 daga fangelsisvistar sinnar. MYND/Getty

Hótelerfinginn París Hilton þarf ekki að afplána nema um helming 45 daga fangelsisvistar. Að auki verður hún vistuð fjarri öðrum föngum meðan á vist hennar stendur. París mun líklegast afplána 23 daga vist. Ástæða þessa er stefna fangelsisyfirvalda að hvetja fanga til að haga sér vel.

Afplánun Parísar hefst 5. júní næstkomandi. Hún var sem kunnugt er dæmd fyrir að rjúfa skilorð sem hún fékk fyrir ölvunarakstur.

„Ég er mjög hrædd þessa dagana en ég reyni að vera sterk,“ sagði París um fangelsisvistina fyrr í vikunni. „Ég hef einbeitt mér að líkamsrækt og að umgangast fjölskyldu mína. Mér líður ágætlega. Allur stuðningurinn sem ég hef fengið hefur líka hjálpað mér mikið.“

Fangelsið sem París mun afplána dóm sinn í er alræmt í Los Angeles. Þar eru vændiskonur og fíklar vistaðir. Óttuðust aðstandendur Parísar að hún yrði beitt ofbeldi og ofríki ef hún yrði vistuð á meðal annarra fanga. Nýjustu fregnir eru því mjög uppörvandi fyrir París og fjölskyldu hennar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.