Lífið

Deilt um plötusamning Lay Low

Lay Low Vill semja upp á nýtt.
Lay Low Vill semja upp á nýtt.

„Það stefnir í að við komumst að farsælli niðurstöðu. Nú erum við að ræða málin,“ segir Helgi Pjetur Jóhannsson, útgáfustjóri hjá Cod Music. Sögusagnir hafa verið á kreiki þess efnis að tónlistarkonan Lay Low, Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir, sé ósátt við samning sinn við Cod Music og ætli sér jafnvel að fara í hart til að losna undan honum.

Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins snýst óánægja Lay Low um að plötusamningur hennar nær til alls heimsins. Það þýði að mögulegir samningar hennar við plötufyrirtæki úti í heimi þurfi að fara í gegnum Cod Music. Helgi Pjetur kannast við þetta. „Allir samningar sem við gerum eru metnaðarfullir og við leggjum mikla vinnu í okkar listamenn. Þetta atriði lá alltaf fyrir og við bentum henni á að láta einhvern lesa samninginn yfir fyrir sig. Það er rétt að málið snýst um að finna leið til að báðir aðilar séu sáttir við hvernig málum Lay Low sé háttað erlendis. Það ætti að takast fljótlega því báðir aðilar vilja leysa málið farsællega.“

Kári Sturluson, umboðsmaður Lay Low, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.