Lífið

Húseigandi finnur múmíu í sófanum.

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Honum brá svolítið húseigandanum, þegar hann steig í fyrsta sinn inn í nýtt orlofshús sitt á Costa Brava á Spáni. Við honum blasti uppþornað lík Mariu Luisu Zamora sitjandi í sófa. Frá þessu greinir á vef BBC.

Húsið keypti Jordi Giro, óséð, á uppboði, þar sem fyrri eigandi hafði ekki staðið við greiðslur af eigninni. Fyrir því voru eðlilegar ástæður þar sem hún hafði verið látin frá árinu 2001. Lögregla telur að salt sjávarloftið hafi hjálpað til við að varðveita líkið.

Hin 55 ára gamla kona lést að sögn réttarlækna af náttúrulegum orsökum. Það þykir sæta furðu að enginn hafi veitt því athygli að hún væri horfin, en hvorki fyrrverandi eiginmaður né börn hinnar látnu tilkynntu hvarf hennar. Nágranni konunnar, sem vissi að hún hefði keypt sér orlofsíbúð, sagði að þegar hann sá að garðinum hennar var ekki sinnt hafi hann einfaldlega reiknað með því að hún hafi ekki komið aftur úr fríinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.