Lífið

Britney ósátt við mömmu

Ósátt Britney er reið út í móður sína.
Ósátt Britney er reið út í móður sína. MYND/Getty

Britney Spears neitaði að heimsækja móður sína, Lynne, þegar hún lá á spítala með lungnabólgu.

Britney, sem er 25 ára, var mjög ósátt þegar móðir hennar skammaði hana og sagði henni að hætta að skemmta sér og eyða peningum í óhófi. Britney hringdi hvorki í móður sína á mæðradaginn né þegar hún átti afmæli. Áður fyrr töluðu þær saman í síma tíu sinnum á dag að sögn vina söngkonunnar.

Auk þess er Britney brjáluð út í móður sína fyrir að neyða sig í meðferð á dögunum. Hún er sömuleiðis ósátt við að Lynne hafi haldið sambandi við fyrrum eiginmanninn Kevin Federline og líti eftir börnum þeirra með honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.