Imperioli ánægður með Íslandsdvöl 18. maí 2007 07:30 Imperioli sagði íbúa miðborgarinnar vera kurteist og gott fólk sem gjörbreyttist þegar helgin gengi í garð. MYND/Hörður Bandaríski leikarinn Michael Imperioli var gestur hjá David Letterman á þriðjudaginn þar sem hann ræddi um síðustu þætti Sopranos og dvölina á Íslandi. „Á nóttunni reynir þú að sofna við skrílslæti frá næturlífinu, slagsmál geisa fyrir framan gluggann þinn og hróp óma um göturnar. Þegar þú vaknar um morguninn eru göturnar aftur orðnar hreinar og fólkið er enn á ný orðið ótrúlega kurteist." Svona lýsti Imperioli dvöl sinni í miðborg Reykjavíkur í þætti Lettermans á þriðjudag en bandaríski leikarinn var staddur hér á landi við tökur á myndinni Stóra planið í síðustu viku þar sem hann leikur glæpaforingjann Alexander. Imperioli var tíðrætt um hversu vingjarnleg íslenska þjóðin væri en hún hefði hamskipti þegar helgin kæmi. Þá talaði hann einnig um lítinn mun á degi og nóttu og sagði Letterman sjálfur að hann hefði heyrt vel af Íslandi látið að undanförnu þannig að það væri komið á lista yfir lönd sem hann ætlaði að fara til. „Og eina vatnið sem ég drekk af flösku er einmitt frá Íslandi," sagði Letterman. Meðal annarra gesta í þættinum var bandaríski gamanleikarinn Don Rickles auk þess sem Letterman gerði grín að smygli Sylvesters Stallone á vaxtarhormónum til Ástralíu en hann var nýverið dæmdur til þungrar sektar fyrir það. Ísland er á lista yfir þau lönd sem hann langar að ferðast til og eina vatnið sem spjallþáttakóngurinn drekkur er frá Íslandi. Viðtalið við Imperioli snerist að mestu leyti um Sopranos-þættina en verið er að sýna síðustu þáttaröðina um mafíósafjölskylduna frá New Jersey þar vestra. Þrátt fyrir að Imperioli hefði gjarnan viljað greina frá endi þáttanna gafst honum einfaldlega ekki tækifæri til þess. Nokkrir ítalskir tuddar réðust inn í upptökuverið þegar leikarinn ætlaði að upplýsa áhorfendur um mikilvæga hluti og eyðilögðu öll sönnunargögn. Imperioli lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hann væri ánægður með að endalok þáttarins nálguðust, ekki vegna þess að hann væri orðinn leiður á hlutverkinu heldur út af því að ekki væri verið að teygja lopann. Tökur á Stóra planinu eru nú vel á veg komnar en myndin er byggð á bók Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans. Með aðalhlutverkin fara þeir Eggert Þorleifsson og Pétur Jóhann Sigfússon en í öðrum hlutverkum eru þau Ingvar E. Sigurðsson, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Benedikt Erlingsson. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Bandaríski leikarinn Michael Imperioli var gestur hjá David Letterman á þriðjudaginn þar sem hann ræddi um síðustu þætti Sopranos og dvölina á Íslandi. „Á nóttunni reynir þú að sofna við skrílslæti frá næturlífinu, slagsmál geisa fyrir framan gluggann þinn og hróp óma um göturnar. Þegar þú vaknar um morguninn eru göturnar aftur orðnar hreinar og fólkið er enn á ný orðið ótrúlega kurteist." Svona lýsti Imperioli dvöl sinni í miðborg Reykjavíkur í þætti Lettermans á þriðjudag en bandaríski leikarinn var staddur hér á landi við tökur á myndinni Stóra planið í síðustu viku þar sem hann leikur glæpaforingjann Alexander. Imperioli var tíðrætt um hversu vingjarnleg íslenska þjóðin væri en hún hefði hamskipti þegar helgin kæmi. Þá talaði hann einnig um lítinn mun á degi og nóttu og sagði Letterman sjálfur að hann hefði heyrt vel af Íslandi látið að undanförnu þannig að það væri komið á lista yfir lönd sem hann ætlaði að fara til. „Og eina vatnið sem ég drekk af flösku er einmitt frá Íslandi," sagði Letterman. Meðal annarra gesta í þættinum var bandaríski gamanleikarinn Don Rickles auk þess sem Letterman gerði grín að smygli Sylvesters Stallone á vaxtarhormónum til Ástralíu en hann var nýverið dæmdur til þungrar sektar fyrir það. Ísland er á lista yfir þau lönd sem hann langar að ferðast til og eina vatnið sem spjallþáttakóngurinn drekkur er frá Íslandi. Viðtalið við Imperioli snerist að mestu leyti um Sopranos-þættina en verið er að sýna síðustu þáttaröðina um mafíósafjölskylduna frá New Jersey þar vestra. Þrátt fyrir að Imperioli hefði gjarnan viljað greina frá endi þáttanna gafst honum einfaldlega ekki tækifæri til þess. Nokkrir ítalskir tuddar réðust inn í upptökuverið þegar leikarinn ætlaði að upplýsa áhorfendur um mikilvæga hluti og eyðilögðu öll sönnunargögn. Imperioli lýsti því yfir í viðtali við Fréttablaðið á laugardaginn að hann væri ánægður með að endalok þáttarins nálguðust, ekki vegna þess að hann væri orðinn leiður á hlutverkinu heldur út af því að ekki væri verið að teygja lopann. Tökur á Stóra planinu eru nú vel á veg komnar en myndin er byggð á bók Þorvaldar Þorsteinssonar, Við fótskör meistarans. Með aðalhlutverkin fara þeir Eggert Þorleifsson og Pétur Jóhann Sigfússon en í öðrum hlutverkum eru þau Ingvar E. Sigurðsson, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir og Benedikt Erlingsson.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira