Fleiri fréttir

Aniston ekki í sárum

Lýtaaðgerðasérfræðingar í Hollywood eru sannfærðir um að Jennifer Aniston hafi farið í brjóstastækkun og að það sjáist berlega á myndum frá People‘s Choice Awards.

50 cent gerir smokka

50 cent leggur nú hönd á plóginn í baráttunni við alnæmi. Hann fer þó sínar eigin leiðir, að vanda, og ætlar að styrkja málefnið með því að leggja nafn sitt við smokkalínu.

Lohan sökuð um lygi

Eins og sagt hefur verið frá gekkst ungstirnið Lindsay Lohan undir uppskurð fyrr í mánuðinum vegna botnlangabólgu. Lohan var lögð inn á sjúkrahús og botnlangi hennar fjarlægður 4. janúar. Leikkonan var svo útskrifuð degi síðar.

Verulegar hækkanir á nýjum matseðlum

„Jájá, það er rétt. Ég er að láta prenta nýjan matseðil,” segir Örn Guðmundsson eigandi hins ágæta Grillhúss við Tryggvagötu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru veitinghús landsins mörg hver að láta prenta nýja matseðla, ekki til að kynna nýja rétti, heldur ný verð á gömlum og góðum réttum. .

Hefner vill Victoriu Beckham

Sala knattspyrnukappans David Beckham frá spænska stórliðinu Real Madrid til bandaríska liðsins L.A Galaxy hefur að mati bresku fjölmiðlanna opnað nýjar dyr fyrir spússu hans, Victoriu Beckham.

Minimalískur í Madríd

Ástralski tónlistarmaðurinn Ben Frost heldur tónleika á listahátíð í Madríd 2. febrúar næstkomandi. Ben gefur út hjá Bedroom Community sem er útgáfufyrirtæki Valgeirs Sigurðssonar.

Marcia Cross ólétt

Marcia Cross, sem fer með hlutverk Bree Van De Kamp í þáttunum Desperate Housewives, gengur með tvíbura. Læknir leikkonunnar hefur skipað henni að halda kyrru fyrir heima þangað til að tvíburarnir koma í heiminn í apríl.

Manson kominn með nýja kærustu

Rokkgotinn Marylin Manson er víst búinn að næla sér í nýja kærustu, hina nítján ára gömlu Evan Rachel Wood en sjálfur á Manson tvö ár í fertugt. Hann skildi við eiginkonu sína, Ditu Von Teese, í desember en hjartaknúsarinn var ekki lengi að finna ástina á ný.

Staðfesta skilnað

Leikkonan Cameron Diaz og popparinn Justin Timberlake hafa staðfest skilnað sinn eftir þriggja ára ástarsamband.

Hvetur til ættleiðinga

Söngkonan Madonna hefur hvatt fólk til að ættleiða börn frá Afríku þrátt fyrir það fjaðrafok sem ættleiðing hennar á malavískum dreng olli. Sagðist hún í spjalli við David Letterman hafa bjargað lífi með því að ættleiða drenginn, sem er eins árs. Hún sagðist hafa verið vöruð við því að ættleiðingin gæti gengið erfiðlega fyrir sig en átti ekki von á svona mikilli gagnrýni. Madonna á einnig níu ára dóttur og sex ára son.

Gísli Marteinn verður mér innan handar

Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur hefur verið úthlutað hið vandasama verk að vera kynnir í undankeppni Sjónvarpsins fyrir Euro-vision en fyrsta undankvöldið verður á dagskrá eftir viku. „Ég er enginn Gísli Marteinn eða Logi Bergmann,“ svarar Ragnhildur þegar hún er spurð hvort Euro-vision sé mikið áhugamál hjá sér. „Er svona meðalmanneskja í þessu,“ bætir hún við.

Aron Pálmi heim í ágúst

„Já, hann er búinn að bóka ferð heim þessi gleymdi sonur Íslands,” segir Einar S. Einarsson talsmaður RFS-hópsins sem barist hefur fyrir frelsun og heimkomu Arons Pálma Ágústssonar.

Piparsveinn í fjárhagskröggum

„Það fór eiginlega allt illa sem gat farið illa á meðan þessu Bacheolor-dæmi stóð,“ segir piparsveinninn víðfrægi Steingrímur Randver Eyjólfsson. Í Lögbirtingarblaðinu kemur fram að bú Steingríms verði tekið til gjaldþrotaskipta þann 19. mars.

Skiptar skoðanir um Middleton á Íslandi

Breska konungsfjölskyldan hefur verið í kastljósinu undanfarna daga, sér í lagi Vilhjálmur og kærasta hans, Kate Middleton og gera fjölmiðlar þvi skóna að trúlofun sé handan við hornið. Middleton hefur þegar unnið hug og hjörtu bresku þjóðarinnar en á Íslandi eru skoðanir skiptar meðal aðdánda aðalsfólks.

Græðir á tá og fingri

Robbie Williams græddi vel á síðasta ári. Alls rakaði breski hjartaknúsarinn inn rétt tæpum milljarði íslenskra króna sem verður að teljast ansi gott. Velta fyrirtækis Robbie, The In Good Company Co Ltd, var 2,4 milljarðar króna en árið áður var veltan tveir milljarðar.

Barrymoore á lausu

Drew Barrymore hefur sagt skilið við kærasta sinn til nokkurra ára, trymbilinn Fabrizio Moretti úr hljómsveitinni The Strokes. Ekki er langt um liðið síðan Barrymore ræddi um ást sína á Moretti í blaðaviðtali en vinir leikkonunnar segja að þau hafi smám saman rekið í sundur. „Drew fannst tímabært að þau tækju sér hlé frá hvort öðru.“

Á hraðbáti með Cohen

Söngkonan Britney Spears er sögð eiga í ástarsambandi við fyrirsætuna og leikarann Isaac Cohen. Sáust þau sigla saman í hraðbáti undan ströndum Kaliforníu um síðustu helgi og létu þau vel hvort að öðru.

Uppgjör ársins 2006

Sjötta platan í Rokklands-seríunni, Rokkland 2006, kemur út á mánudag. Þetta er fyrsta útgáfa Senu á árinu 2007.

Um stolin þjóðkvæði og frumleikakröfuna

Nigel Watson er enn á ný kominn í heimsókn til Íslands, en hann er eins og flækingsfuglarnir, fer víða og tekur ástfóstri við suma staði. Nigel var áhrifamikill í leikhúslífi hér á áttunda áratugnum en hann rak þá leikhóp með Ingu Bjarnason.

Heimilisbragur - þrjár stjörnur

Litprentuð ljósmyndabók Gunnars Sverrissonar með myndasyrpum af íslenskum heimilum sem þær Elsa Ævarsdóttir og Halla Bára Gestsdóttir völdu, kom út fyrir jól hjá forlagi Nennu. Hún er með inngangi á ensku og íslensku, er með mjúkum spjöldum, fallega prentuð og vönduð í öllum frágangi.

Sigursælir sjóræningjar

Sjóræningjamyndin Pirates of the Caribbean: Dead Man"s Chest og stjörnur hennar, Johnny Depp og Keira Knightley, voru áberandi á hinum árlegu People"s Choice-verðlaunum sem voru afhent í Bandaríkjunum.

iPhone boðar byltingu

Miklar vonir eru bundnar við nýja iPhone-símann frá Apple sem sameinar síma, lófatölvu, mynd- og Mp3-spilara í eitt tæki, sem býr þar að auki yfir þráðlausri internettengingu. Bylting í fjarskiptatækni, segir þróunarstjóri Apple á Íslandi.

Carlo Ponti látinn

Ítalski kvikmyndaframleiðandinn Carlo Ponti, eiginmaður leikkonunnar Sophiu Loren, er látinn, 94 ára gamall. Ponti framleiddi margar sígildar myndiar, þar á meðal La Strada eftir Fellini, Dr. Zhivago og Blowup. Ponti kvæntist Loren árið 1957 þegar hún var aðeins 22 ára. Giftingin var síðar dæmd ógild en árið 1966 giftust þau aftur.

Britney og Paris verst klæddar

Britney Spears og Paris Hilton voru jafnar í efsta sæti á lista tískumógúlsins Mr. Blackwell yfir verst klæddu stjörnu heims. Sagði hann fatnað Spears og Hilton vera án nokkurs klassa og í engu samræmi við tískuna.

Bjargvættur sósunnar

Þegar sósan, súpan eða kássan stefnir í bragðlaus óefni getur heimagert soð bjargað málunum. Hrefna Rósa Jóhannesdóttir, yfirkokkur í Sjávarkjallaranum, sagði hægt að gera afbragðs gott kjötsoð á fjórum klukkutímum og kjúklingasoð á um það bil klukkutíma. Fisksoð og grænmetissoð taka einungis um hálftíma.

Valtýr skiptir um lið

„Ég er afar sáttur,“ segir íþróttafréttamaðurinn knái, Valtýr Björn Valtýsson, en hann hefur verið ráðinn til útvarpssviðs 365 miðla og mun útvarpsmaðurinn stjórna íþróttaþætti á X-inu 977.

Teiknaði Scooby-Doo

Bandaríski teiknarinn Iwao Takamoto, sem teiknaði hundana Scooby-Doo og Muttley, er látinn 81 árs gamall. Hann teiknaði ýmsar persónur úr þáttunum The Flinstones og The Jetsons þegar hann starfaði fyrir fyrirtækið Hanna-Barbera.

10.000 mellur dönsuðu fyrir Gere

Ef einhver hefði sagt þér að Richard Gere ætti eftir að standa upp á sviði og belja slagorð meðan tíuþúsund vændiskonur dönsuðu fyrir framan hann, hefði þér verið vorkunn þótt þú hefðir ekki trúað því. Það er þó nákvæmlega það sem gerðist í Mumbai, á Indlandi, í dag.

Sár og svekktur ef satt reynist

„Það hringdi í mig maður skömmu eftir að keppninni lauk og sagði að verðlaunamyndin væri fölsuð. Ég var með atvinnuljósmyndara í dómnefndinni sem gerði engar athugasemdir við hana,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfréttamaður á Stöð 2, en að undanförnu hefur tölvupóstur gengið manna á milli þar sem því er haldið fram að sigurmynd veðurljósmyndakeppni Stöðvar 2 sé óekta.

Með tyggjó og túberað hár

Hvert tímabil hefur sinn blæ og stíl. Um þessar mundir rifjar Þjóðminjasafnið upp stemningu sjöunda áratugarins eins og hún birtist okkur í myndum tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona.

Ný stjarna fædd hjá bresku hirðinni

Kate Middleton, kærasta Vilhjálms prins til fjögurra ára, gæti verið bjargvættur Buckingham-hallar en bresku fjölmiðlarnir kalla hana „hina nýju prinsessu fólksins".

Framdi sjálfsvíg

Nikki Bacharach, dóttir lagahöfundarins Burts Bacharach og leikkonunnar Angie Dickinson, er látin.

Fóru í viðtal hjá Playgirl

Hljómsveitin Ampop er í viðtali í nýjasta tölublaði erótíska tímaritsins Play-girl. Þar er sveitin sögð ein af þeim sem eru líklegar til árangurs á árinu 2007 í grein sem ber yfirskriftina „Northern Exposure“.

Chase fór í meðferð

Gamanleikarinn Chevy Chase fór í meðferð á níunda áratugnum vegna fíkn,ar í verkjalyf. Fór hann í meðferð á Betty Ford meðferðarheimilið eftir að hafa lesið um að Betty, eiginkona Bandaríkjaforsetans fyrrverandi Geralds Ford, hefði farið í meðferð vegna áfengissýki.

Viðbrögðin komu á óvart

„Þetta var nú eiginlega hálfgert djók," segja félagarnir Hrafn Áki Hrafnsson og Haukur Már Böðvarsson þegar þeir eru spurðir um aðdáendasíðuna magni-ficent.com sem þeir settu upp til heiðurs Magna Ásgeirssonar.

Neon Bible út í mars

Önnur plata kanadísku indísveitarinnar The Arcade Fire, Neon Bible, kemur út 5. mars. Á plötunni verða ellefu lög, þar á meðal fyrsta smáskífulagið Black Mirror og hið endurgerða No Cars Go sem var á stuttskífu sveitarinnar sem kom út 2003.

Manson skilinn

Dansarinn Dita Von Teese hefur sótt um skilnað við rokkarann Marilyn Manson eftir aðeins eins árs hjónaband. Ástæðan er óásættanlegur ágreiningur. Talið er að þau hafi skilið á jóladag.

Kylie best klædd

Söngkonan Kylie Minogue hefur verið kjörin best klædda stjarnan af tímaritinu Glamour. Kylie lenti í 26. sæti í sama kjöri í fyrra en stekkur nú beint í efsta sætið.

Justin sagður í tygjum við Scarlett

Breska blaðið News of the World greindi frá því á sunnudaginn að Scarlett Johansson væri að öllum líkindum hjónadjöfullinn í sambandi Justins Timberlake og Cameron Diaz.

Inga Dóra snýr ekki aftur

Inga Dóra Ingvarsdóttir, sem tapaði naumlega fyrir Jónasi Erni Helgasyni í úrslitaþætti Meistarans í fyrra, hefur ákveðið að snúa ekki aftur og reyna við titilinn að þessu sinni. Hins vegar mun Erlingur Sigurðarson vera staðráðinn í að gera betur en í fyrra og hyggst koma tvíefldur til baka en hann tapaði einmitt fyrir Ingu Dóru í undanúrslitaþættinum.

Hræringar í hárgreiðslubransanum

Hárgreiðslumaðurinn Böðvar Þór Eggertsson, eða Böddi, hefur keypt hárgreiðslustofuna Jói og félagar auk Paul Mitchell heildsölunnar af Sigmundi Sigurðssyni, eða Simba, sem hefur átt stofuna frá upphafi.

Deila forræði yfir sonum sínum

Britney Spears og Kevin Federline hafa komist að samkomulagi um að deila forræði yfir sonum sínum, Jayden James og Sean Preston, út janúarmánuð. Britney hefur fallist á að leyfa Kevin að eyða tíma með sonunum á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Sjá næstu 50 fréttir