Lífið

Valtýr skiptir um lið

Valtýr Björn Er genginn til liðs við rokkhundana á X-inu 977.
Valtýr Björn Er genginn til liðs við rokkhundana á X-inu 977.

„Ég er afar sáttur," segir íþróttafréttamaðurinn knái, Valtýr Björn Valtýsson, en hann hefur verið ráðinn til útvarpssviðs 365 miðla og mun útvarpsmaðurinn stjórna íþróttaþætti á X-inu 977.

„Hann verður með svipuðum hætti og Mín skoðun á XFM en eitthvað breyttur þó," segir Valtýr sem kvaðst glaður yfir því að vera kominn aftur á fornar slóðir en hann var lengi á mála hjá Bylgjunni sem er í sama húsi og rokkhundarnir á X-inu.

Valtýr var einn þeirra fjölmörgu sem neyddust til að taka sitt hafurtask þegar útvarpsstöðvunum XFM og Kiss FM var lokað um áramótin. Hann telur sig vera kominn á réttan stað enda sé stutt yfir til sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar sem nýlega eignaðist sýningarréttinn á enska boltanum en Valtýr hefur undanfarin ár lýst leikjum úrvalsdeildarinnar á Skjásport og viðurkennir að þessi staðreynd hafi óneitanlega kitlað. „Meginástæðan er samt sú að við heyrumst út um allt land og það skiptir mig miklu máli," segir Valtýr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.