Lífið

Á hraðbáti með Cohen

Söngkonan fór í rómantíska siglingu með Isaac Cohen um síðustu helgi.
Söngkonan fór í rómantíska siglingu með Isaac Cohen um síðustu helgi.

Söngkonan Britney Spears er sögð eiga í ástarsambandi við fyrirsætuna og leikarann Isaac Cohen. Sáust þau sigla saman í hraðbáti undan ströndum Kaliforníu um síðustu helgi og létu þau vel hvort að öðru.

Cohen, sem er 25 ára, þykir ákaflega líkur fyrrum eiginmanni hennar, Kevin Federline, og þykir meira að segja klæða sig eins og hann. „Hann er góðhjartaður og á góða fjölskyldu sem ól hann vel upp. Hann er sannur herramaður,“ sagði umboðsmaður Cohen. Bætti hann því við að Cohen væri ekki með Britney til að fá athygli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.