Kristín Matthíasdótir: Hattar eru punkturinn yfir i-ið Ungt fólk ófeimið við hattana 14. janúar 2007 09:00 Kristín Matthíasdóttir hefur starfað í Hattabúð Reykjavíkur í þrjá áratugi og segist merkja meiri ásókn í fín höfuðföt hjá landanum. MYND/ANTON Í fimbulkuldanum þessa dagana skarta margir skjólgóðum höfuðfatnaði en það færist í vöxt að Íslendingar beri ekki aðeins kauðslegar lopakollur eða merkjaskreyttan íþróttavarning sér til hlífðar. Hattar virðast í miklum móð og má sjá fólk á öllum aldri og báðum kynjum bera þá við öll möguleg tækifæri. Kristín Matthíasdóttir hefur starfað í Hattabúð Reykjavíkur á Laugavegi um árabil og selt ófáa hatta en hún merkir meiri áhuga og þor á því sviði hjá Íslendingum, sér í lagi af yngri kynslóðinni, sem gjarnan vill skreyta sig með höttum. „Þetta er orðin tíska hjá báðum kynjum en sérstaklega hjá körlum - þeir eru alveg ótrúlega mikið inni í höttum,“ segir Kristín og áréttar að í seinni tíð hafi úrvalið aukist mikið. „Á sínum tíma var ósköp lítið til af karlhöttum, þá gekk einn og einn með hatt sem fólk hafði þá verslað í útlöndum.“ Hún bendir á að hártískan hafi líka sitt að segja og karlmenn nú til dags séu með töluvert minna hár en áður. Hún kveðst bjartsýn á yngri kynslóðina sem máski mun bæta hattamenninguna enn frekar. „Yngra fólkið er duglegt að lífga upp á sig og ófeimnara við slíkt. Kynslóðin sem er á miðjum aldri nú þekkir það síður að nota hatta,“ segir hún og kveðst sjálf á ekki nota þá að staðaldri. „Hattur setur punktinn yfir i-ið,“ segir Kristín. „Nú notar fólk allskonar höfuðföt og öðruvísi - það eru meiri skemmtilegheit og fólk sækir í að nota hatta þegar eitthvað stendur til,“ útskýrir hún og bætir við að mikið sé spurt um pípuhatta sem þó séu því miður ekki til. „Ég hef verið með harðkúluhatta og fleiri sígilda herrahatta hér en konurnar koma mikið og leita að hárskrauti, höttum með slöri og fjöðrum og viðlíka.“ Á sínum tíma þótti það ákveðin yfirlýsing að bera höfuðfat á borð við hatt en í dag slíkt ekki jafnmikið stöðutákn og áður, til dæmis vegna aukins framboðs á fjöldaframleiddum höttum. Kristín segist kaupa inn hatta frá Evrópu en á sínum tíma þóttu fínustu hattarnir koma frá Englandi. Fjölmargar sérverslanir höndluðu með hatta en þeim fækkaði þegar túberingarnar komust í tísku enda vonlítið að ætla sér að tylla hatti ofan á slíkar upphækkanir. Hattabúð Reykjavíkur hefur þó verið starfrækt við Laugaveginn í bráðum sjötíu ár og kveðst Kristín hafa verið viðloðandi reksturinn í næsta helming þess tíma. Hún er því með það alveg á hreinu hvað skiptir mestu máli þegar kemur að hattakaupum. „Að hann sitji vel,“ segir hún, „og klæði þann sem notar hann - sami hatturinn klæðir alls ekki alla. Fólk þarf að prófa sig áfram og falla vel við hattinn. Hann þarf að gera eitthvað fyrir þann sem ber hann.“ Gestir miðbæjarins eru duglegir að kíkja til Kristínar og máta. „Sumir máta marga á meðan aðrir eru að leita að einum sérstökum - til dæmis týndum hatti en þá fær fólk náttúrlega sjaldnast aftur,“ segir hún sposk. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira
Í fimbulkuldanum þessa dagana skarta margir skjólgóðum höfuðfatnaði en það færist í vöxt að Íslendingar beri ekki aðeins kauðslegar lopakollur eða merkjaskreyttan íþróttavarning sér til hlífðar. Hattar virðast í miklum móð og má sjá fólk á öllum aldri og báðum kynjum bera þá við öll möguleg tækifæri. Kristín Matthíasdóttir hefur starfað í Hattabúð Reykjavíkur á Laugavegi um árabil og selt ófáa hatta en hún merkir meiri áhuga og þor á því sviði hjá Íslendingum, sér í lagi af yngri kynslóðinni, sem gjarnan vill skreyta sig með höttum. „Þetta er orðin tíska hjá báðum kynjum en sérstaklega hjá körlum - þeir eru alveg ótrúlega mikið inni í höttum,“ segir Kristín og áréttar að í seinni tíð hafi úrvalið aukist mikið. „Á sínum tíma var ósköp lítið til af karlhöttum, þá gekk einn og einn með hatt sem fólk hafði þá verslað í útlöndum.“ Hún bendir á að hártískan hafi líka sitt að segja og karlmenn nú til dags séu með töluvert minna hár en áður. Hún kveðst bjartsýn á yngri kynslóðina sem máski mun bæta hattamenninguna enn frekar. „Yngra fólkið er duglegt að lífga upp á sig og ófeimnara við slíkt. Kynslóðin sem er á miðjum aldri nú þekkir það síður að nota hatta,“ segir hún og kveðst sjálf á ekki nota þá að staðaldri. „Hattur setur punktinn yfir i-ið,“ segir Kristín. „Nú notar fólk allskonar höfuðföt og öðruvísi - það eru meiri skemmtilegheit og fólk sækir í að nota hatta þegar eitthvað stendur til,“ útskýrir hún og bætir við að mikið sé spurt um pípuhatta sem þó séu því miður ekki til. „Ég hef verið með harðkúluhatta og fleiri sígilda herrahatta hér en konurnar koma mikið og leita að hárskrauti, höttum með slöri og fjöðrum og viðlíka.“ Á sínum tíma þótti það ákveðin yfirlýsing að bera höfuðfat á borð við hatt en í dag slíkt ekki jafnmikið stöðutákn og áður, til dæmis vegna aukins framboðs á fjöldaframleiddum höttum. Kristín segist kaupa inn hatta frá Evrópu en á sínum tíma þóttu fínustu hattarnir koma frá Englandi. Fjölmargar sérverslanir höndluðu með hatta en þeim fækkaði þegar túberingarnar komust í tísku enda vonlítið að ætla sér að tylla hatti ofan á slíkar upphækkanir. Hattabúð Reykjavíkur hefur þó verið starfrækt við Laugaveginn í bráðum sjötíu ár og kveðst Kristín hafa verið viðloðandi reksturinn í næsta helming þess tíma. Hún er því með það alveg á hreinu hvað skiptir mestu máli þegar kemur að hattakaupum. „Að hann sitji vel,“ segir hún, „og klæði þann sem notar hann - sami hatturinn klæðir alls ekki alla. Fólk þarf að prófa sig áfram og falla vel við hattinn. Hann þarf að gera eitthvað fyrir þann sem ber hann.“ Gestir miðbæjarins eru duglegir að kíkja til Kristínar og máta. „Sumir máta marga á meðan aðrir eru að leita að einum sérstökum - til dæmis týndum hatti en þá fær fólk náttúrlega sjaldnast aftur,“ segir hún sposk.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Sjá meira