Lífið

Verulegar hækkanir á nýjum matseðlum

Grillhúsið eitt fjölmargra veitingahúsa sem nú er að láta prenta nýja matseðla þar sem ný verð verða kynnt. Örn eigandi segir matarskattinn ekki ástæðuna heldur gríðarlegar verðhækkanir hjá byrgjum að undanförnu.
Grillhúsið eitt fjölmargra veitingahúsa sem nú er að láta prenta nýja matseðla þar sem ný verð verða kynnt. Örn eigandi segir matarskattinn ekki ástæðuna heldur gríðarlegar verðhækkanir hjá byrgjum að undanförnu.

„Jájá, það er rétt. Ég er að láta prenta nýjan matseðil,” segir Örn Guðmundsson eigandi hins ágæta Grillhúss við Tryggvagötu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru veitinghús landsins mörg hver að láta prenta nýja matseðla, ekki til að kynna nýja rétti, heldur ný verð á gömlum og góðum réttum.

Fullyrt er að þetta hangi saman við þá staðreynd að matarskattur lækkar 1. mars og veitingamenn að búa sig undir að hirða hýruna. Enda neytendur og launaþrælar eru því vanir að vera hlunnfarnir þegar opinberar aðgerðir standa fyrir dyrum ætlaðar til að bæta þeirra hag. Eru nefndar tölur upp í 15 prósenta hækkun á venjulegum réttum.

Örn segir það alveg rétt, fjölmargir veitingamenn séu nú að láta prenta nýja matseðla, nánast yfir línuna. Í því skyni að kynna ný verð. En það sé af og frá að lækkandi matarskattur sé ástæðan.

„Ég er að hækka um einhver fjögur til fimm prósent. En það er ekki vegna lækkunar á matarskatti. Þá mun ég lækka aftur. Ég hækkaði ekkert á síðasta ári. En árið 2006 hafa verðhækkanir dunið á mér. Gos og kjötvörur hafa hækkað gríðarlega og miklu meira en við höfum verið að hella út í verðlagið. Já, ef ég ætti að standa á núlli þyrfti ég að hækka um 15 prósent. En það getur maður ekki. Þá er maður búinn að vera.”

Að sögn Arnar er hækkunin byrgjum að kenna. Og laun hafa stigið mikið. Erfitt er að fá fólk til vinnu og það vill fá vel borgað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.