Lífið

Barrymoore á lausu

Barrymore og Moretti á góðri stund.
Barrymore og Moretti á góðri stund.

Drew Barrymore hefur sagt skilið við kærasta sinn til nokkurra ára, trymbilinn Fabrizio Moretti úr hljómsveitinni The Strokes. Ekki er langt um liðið síðan Barrymore ræddi um ást sína á Moretti í blaðaviðtali en vinir leikkonunnar segja að þau hafi smám saman rekið í sundur. „Drew fannst tímabært að þau tækju sér hlé frá hvort öðru.“

Sögusagnir þess efnis að parið ætti í erfiðleikum fóru á kreik í febrúar 2005 þegar Barrymore mætti ekki í brúðkaup söngvara The Strokes. Nokkrum mánuðum síðar sást parið rífast fyrir opnum tjöldum. Vinir parsins fyrrverandi segja að Barrymore sé of veraldarvön fyrir Morietti og hann kunni ekki að meta vini hennar í Hollywood.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.