Lífið

Græðir á tá og fingri

Robbie Williams rakar inn seðlunum þrátt fyrir að tónlist hans sé umdeild.
Robbie Williams rakar inn seðlunum þrátt fyrir að tónlist hans sé umdeild. MYND/Getty

Robbie Williams græddi vel á síðasta ári. Alls rakaði breski hjartaknúsarinn inn rétt tæpum milljarði íslenskra króna sem verður að teljast ansi gott. Velta fyrirtækis Robbie, The In Good Company Co Ltd, var 2,4 milljarðar króna en árið áður var veltan tveir milljarðar.

Þetta þýðir að meðallaun söngvarans voru yfir 20 milljónum króna á viku.

Þessar tölur eru sérstaklega áhugaverðar í ljósi þess að nýjasta plata Robbie Williams, Rudebox, fékk blendnar viðtökur í Bretlandi. Þar fór Robbie nokkuð óhefðbundnar leiðir og var sakaður um að valda aðdáendum sínum vonbrigðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.