Lífið

Manson skilinn

Marilyn Manson og Dita Von Teese ætla að skilja eftir aðeins eins árs hjónaband.
Marilyn Manson og Dita Von Teese ætla að skilja eftir aðeins eins árs hjónaband.

Dansarinn Dita Von Teese hefur sótt um skilnað við rokkarann Marilyn Manson eftir aðeins eins árs hjónaband. Ástæðan er óásættanlegur ágreiningur. Talið er að þau hafi skilið á jóladag.

Von Teese, sem heitir réttu nafni Heather Sweet, kynntist Manson árið 2001 og giftust þau í kastala á Írlandi í desember 2005. Stjörnur á borð við Keanu Reeves, Lisa Maria Presley og Sharon og Ozzy Osbourne voru viðstaddar athöfnina. Von Teese hefur ekki farið fram á peninga frá Manson vegna skilnaðarins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.