Fleiri fréttir

Þreyttur á uppsagnarbréfum

„Þetta er alveg óþolandi. Ég er búinn að fá nóg af þessum uppsagnarbréfum. Ég get svo svarið það. Þriðja skiptið á einu ári,” segir Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður en hann hefur verið annar umsjónarmaður Capone útvarpsþáttarins á X-Fm sem vakið hefur nokkra athygli á undanförnum árum og mánuðum.

Ætar að láta mála sig nakta

Britney Spears er nú óðum að komast í fyrra form eftir að hafa alið tvö börn. Hún er orðin svo hreykin af vexti sínum að hún hefur í hyggju að gera nakinn líkama sinn ódauðlegan í málverki.

Vill fréttir af syninum

Yoyhane Bonda, faðir malavíska drengsins sem Madonna ættleiddi á dögunum, vill fá að spyrja söngkonuna hvernig syni hans reiðir af en veit ekki hvernig hann getur haft samband við hana. „Ég er ekki með símanúmerið hennar eða heimilisfang.

Varði vekur athygli

Tónlistarmaðurinn Hallvarður Ásgeirsson, eða Varði eins og hann er kallaður, hefur gefið út sína fyrstu plötu sem nefnist Lífsblómið. Á plötunni blandar Varði saman sígildri tónlist og svokölluðu „doom metali“ eða myrkrametali.

Urban aftur í meðferð

Keith Urban, eiginmaður Nicole Kidman, er farinn aftur í meðferð eftir að hafa verið með fjölskyldunni í Ástralíu yfir jólin. Urban skráði sig í áfengismeðferð hjá Betty Ford-stofnuninni í Kaliforníu í október í fyrra en fékk að verja jólunum með fjölskyldunni en til Sydney hafði hann ekki komið síðan hann og Kidman gengu í það heilaga þar á síðasta ári.

Hringvegurinn er hið endanlega vegaferðalag

Íslenski hringvegurinn er hið endanlega vegaferðalag að mati Mark Sundeen greinarhöfundar hjá The New York Times. Grein hans var níunda mest senda ferðagreinin með tölvupósti frá heimasíðu blaðsins fyrir árið 2006.

Spears að brotna saman

Britney Spears var sögð hafa fallið í yfirlið á nýárssamkomu sökum of mikillar drykkju en hún var borin út af skemmtistað í Las Vegas að sögn sjónarvotta.

Petty ekki á leiðinni að hætta

Hinn virti rokkari Tom Petty ætlar alls ekki að setjast í helgan stein, þrátt fyrir að fréttir þess efnis hafi víða birst á síðasta ári. Tímaritið Rolling Stone fullyrti til að mynda í júlí að Petty ætlaði að gefa rokkið upp á bátinn, en hann þvertekur fyrir það.

Opnar skóla

Spjallþáttastjórnandinn Oprah Winfrey hefur opnað stúlknaskóla í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Winfrey gaf fyrrum forseta Suður-Afríku, Nelson Mandela, loforð fyrir sex árum um að opna skóla og nú er hann orðinn að veruleika.

Logi leitar að nýjum Meistaraefnum

„Það er kominn fiðringur,” segir Logi Bergmann Eiðsson, stjórnandi spurningaþáttarins Meistarinn, en þátturinn fer í loftið í lok janúar. Á laugardaginn geta Íslendingar þreytt inntökuprófið fyrir þáttinn á fjórum stöðum á landinu; í Reykjavík og á Ísafirði, Akureyri og Egilsstöðum.

Kate og Pete sögð hafa gift sig á Taílandi

Samkvæmt fréttum bresku slúðurpressunnar eru ofurfyrirsætan Kate Moss og Pete Doherty nú gift en talið er að þau hafi látið pússa sig saman á eyjunni Phuket sem tilheyrir Taílandi á gamlárskvöld. Bresku blöðin hafa lengi fylgst með þessum ólíkindatólum og samlífi þeirra, enda er Doherty nú á skilorði fyrir ólöglega vörslu fíkniefna en Moss nýkomin úr meðferð frá Bandaríkjunum.

Ísland skotspónn rússneskra grínara?

„Rússneskir auðjöfrar hafa fengið Mariu Carey, Justin Timberlake og Whitney Houston til að skemmta sér um borð í flugvélinni Flying Titanic. Um 125 manns munu borða og skemmta sér á glæsilegum veitingastað inni í flugvélinni en förinni mun vera heitið til Íslands þar sem þeirra bíður íshöll.

Fékk rúman milljarð fyrir giggið

Breski söngvarinn George Michael fékk einn komma einn milljarð króna fyrir að fljúga til Rússlands um áramótin og syngja í nýársfagnaði ónefnds rússnesks milljarðamærings. Send var einkaþota eftir söngvaranum sem flutti hann á búgarð Rússans, ásamt tuttugu manna hljómsveit.

Fannst látin í bíl

Kona sem braust inn á heimili bítilsins George Harrison á Hawaii árið 1999, fannst látin í blóði drifnum bíl í Kaliforníu, rétt fyrir jólin. Innbrotið var einni viku áður en ráðist var á Harrison á heimili hans í Lundúnum, og hann stunginn í brjóstið.

Oprah opnar stúlknaskóla í Afríku

Sjónvarpskonan Oprah Winfrey opnaði í gær stúlknaskóla í Suður-Afríku og uppfyllti þarmeð loforð sem hún gaf Nelson Mandela fyrir sex árum. Fjölmargar Hollywood stjörnur voru viðstaddar opnunina, ásamt Mandela og eiginkonu hans.

Cleese ódýrari en Orkuveituauglýsingin

Auglýsing Kaupþings með breska stórleikaranum John Cleese vakti mikla athygli á gamlárskvöld enda frumsýnd á eftirsóttasta tímanum í íslensku sjónvarpi, var síðasta auglýsingin fyrir Áramótaskaup Ríkissjónvarpsins.

Bað fatafellur afsökunar

Ungstirnið Lindsay Lohan hefur beðið allar fatafellur heimsins afsökunar eftir að upp komst að hún kallaði þær hórur í tölvupósti sem lak til fjölmiðla. Bréfið skrifaði Lohan í desember eftir að hafa sótt námskeið í súludansi í þeim tilgangi að æfa sig fyrir hlutverk nektardansmeyjar.

Á að mæta í réttarsal

Söngvarinn George Michael á að mæta fyrir dómara hinn 11. janúar fyrir umferðarlagabrot. Söngvarinn var handtekinn í október eftir að hann leið ofurölvi út af í bifreið sinni og hindraði umferð á gatnamótum í London. Honum var sleppt úr haldi gegn tryggingu. Lögreglan hafði áður veitt söngvaranum viðvörun fyrir að hafa kannabisefni í fórum sínum fyrir tæpu ári. Í apríl síðastliðnum ók hann á þrjá kyrrstæða bíla á bílastæði.

Óttaðist að meiða Judi

Cate Blanchett óttaðist að hún myndi vinna Judi Dench mein í slagsmálaatriði í myndinni Notes on a Scandal. Í atriðinu skellir Blanchett hinni 72 ára gömlu Dench upp við vegg.

Vill meira kúldur, knús, partí og pjús á Alþingi

„Pjúsari nýtur unaðssemda hins tænivædda heims,“ segir Lára Stefánsdóttir kennari, sem skipar þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar í vor og er jafnframt æviráðinn forseti íðilstjórnar Pjúsarafélags Íslands.

Vill bíl í afmælisgjöf

„Það væri gaman að fá bíl í afmælisgjöf,“ segir Jón Gnarr, en hann á fertugsafmæli í dag. „Bíllinn minn er orðinn gamall og ónýtur, þannig að ef einhver gæfi mér bíl væri það mjög gaman. Ég á samt ekkert von á því. Þegar ég var lítill voru alltaf vörutalningar 2. janúar, svo að ég fékk bara bensínstöðvadót í afmælisgjöf.“

Skilnaðurinn frágenginn

Jessica Simpson og fyrrverandi eiginmaður hennar Nick Lachey hafa loksins gengið frá skiptingu eigna sinna. Þar með er skilnaður þeirra loks frágenginn. Simpson, sem er 26 ára, og Lachey, 33 ára, gengu í hjónaband árið 2002 og komu fram í MTV-raunveruleikaþættinum Newlyweds sem sýndur hefur verið hér á landi.

Ronnie í ræktina

Gamli rokkhundurinn Ronnie Wood kom eiginkonu sinni Jo í opna skjöldu þegar hann skellti sér í ræktina með henni og einkaþjálfaranum hennar. Ronnie, sem er gítarleikari Rolling Stones, hefur sem kunnugt er löngum átt í vandræðum með áfengis- og eiturlyfjaneyslu en honum þótti ekkert tiltökumál að hreyfa sig aðeins á dögunum.

Ríki Bítillinn gramsar í ruslinu

Bítillinn Sir Paul McCartney er einn af auðugustu mönnum Bretlands. Þrátt fyrir það finnst honum hreinasta synd að eyða peningunum sínum í rándýra antíkmuni. McCartney hefur þess í stað oft fundið sér stofustáss sem annað fólk hefur hent út í tunnu. Hann segist hafa fundið nokkra gullmola undanfarið, til að mynda seglbát.

Ný týpa sem er alltaf hress

Tónlistarmaðurinn Davíð Þór Jónsson þykir með skemmtilegri mönnum og er uppátækjasamur með eindæmum. Þessa dagana fóstrar hann nýja persónu innra með sér.

Klæðist gúmmíi í rúminu

Það er ekki óvenjulegt að leikarar í Hollywood fái að halda einhverjum leikmunum eða búningum eftir þegar á tökum á myndum er lokið.

Hótar vinkonu lífláti

Breska söngkonan Kerry Katona, fyrrverandi eiginkona Westlife-söngvarans Brians McFadden, hefur hótað áður bestu vinkonu sinni Michelle Hunter lífláti. Hunter hefur ekki verið vinsæl hjá Katona eftir að hún sagði frá eiturlyfjanotkun söngkonunnar.

Harry prins hættir að reykja

Stórrreykingamaðurinn Harry Bretaprins hefur ákveðið að hætta að reykja nú um áramótin. Harry, sem er 22 ára, er þekktur fyrir að reykja um það bil pakka af sígarettum á hverju kvöldi. Þessi ákvörðun hans er talin munu gleðja Karl föður hans mikið, en Karl hefur ætíð verið mikið á móti reykingum sonar síns.

Fæddist 20 mínútur yfir tólf

Jóhanna Þorbjargardóttir var fyrsta barn ársins 1977 og átti því þrítugsafmæli laust eftir miðnætti í gær.

Fræg og full við stýrið í Hollywood

Nokkrum dögum fyrir jól var kvikmyndaleikstjórinn Gus Van Sant handtekinn fyrir ölvunarakstur. Gus bætist í stóran hóp frægðarmenna sem tekin hafa verið fyrir ölvunarakstur. Fréttablaðið rifjaði upp sögur af frægum stútum við stýrið.

Talaði loks um skilnaðinn

Í nýlegu viðtali við Parade Magazine talaði Ethan Hawke loks um skilnaðinn frá Umu Thurman. Hawke og Thurman skildu fyrir tæpum tveimur árum, en hvorugt þeirra hefur viljað tjá sig um ástæður þess.

Finnst gaman að striplast

Leikkonan Kate Beckinsale segist hreinlega elska að sýna líkama sinn. Nýlega var hún með annað brjóstið úti í viðtali við japanskan blaðamann og nú viðurkennir hún fúslega að það hafi ekki verið í fyrsta skiptið. „Ég held reyndar að ég hafi skelft þennan blaðamann full mikið,“ segir Beckinsale og hlær að uppátækjunum í sjálfri sér.

Bægir frá sér biðlum

Jennifer Aniston fær gylliboð á eftir gylliboði þessa dagana. Þau berast þó ekki úr herbúðum kvikmyndaframleiðenda, heldur frá piparsveinum sem vilja ólmir bjóða leikkonunni á stefnumót.

Betra ár í ástamálunum

Renée Zellweger hefur strengt það nýársheit að hafa betri stjórn á ástarlífinu þetta árið. Zellweger var á lausu allt síðasta ár eftir hörmulegt ár þar á undan. Þá giftist hún kántrísöngvaranum Kenny Chesney en það hjónaband entist einungis í fjóra mánuði. Nú ætlar leikkonan að taka sig á. „Einkalífið verður í betri skorðum í ár. Svo ætla ég að elda mikið og hugsa vel um köttinn minn.“

Sjá næstu 50 fréttir