Lífið

Deila forræði yfir sonum sínum

Britney Spears og Kevin Federline hafa náð sáttum um umgengnisrétt hans við syni sína.
Britney Spears og Kevin Federline hafa náð sáttum um umgengnisrétt hans við syni sína. MYND/AP

Britney Spears og Kevin Federline hafa komist að samkomulagi um að deila forræði yfir sonum sínum, Jayden James og Sean Preston, út janúarmánuð. Britney hefur fallist á að leyfa Kevin að eyða tíma með sonunum á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.

Samverustundirnar verða á heimili hennar. Hjónin hafa gert með sér samning um þetta sem lagður var fram í dómsal í síðustu viku.

Samkvæmt samningnum fær Britney að vera viðstödd þegar Federline leikur sér við syni sína. Gegn því að samþykkja samverustundir hans með drengjunum, sem eru eins árs og fjögurra mánaða, fær Britney að fara með þá í vikufrí til Flórída.

Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum er þessi sáttmáli prófraun á það hvernig umgengnisréttur Federline verður í framtíðinni. Þau munu svo setjast niður með lögfræðingum sínum síðar í mánuðinum og ákveða hvernig honum verður háttað. Spears og Federline ákváðu að skilja að skiptum í nóvember eftir tveggja ára hjónaband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.