Lífið

Staðfesta skilnað

Cameron Diaz og Justin Timberlake við tökur á þættinum The Contender á meðan allt lék í lyndi.
Cameron Diaz og Justin Timberlake við tökur á þættinum The Contender á meðan allt lék í lyndi. MYND/AP

Leikkonan Cameron Diaz og popparinn Justin Timberlake hafa staðfest skilnað sinn eftir þriggja ára ástarsamband.

Í sameiginlegri yfirlýsingu sögðu þau að sambandið hefði endað að beiðni þeirra beggja og þau myndu áfram verða vinir sem héldu áfram að elska og bera virðingu hvort fyrir öðru.

Sögðu þau að fréttaflutningur undanfarinna daga hefði fengið þau til að gefa út yfirlýsinguna.

 

scarlett johansson Kvikmyndaleikkonan er sögð vera í tygjum við popparann Justin Timberlake.

Diaz, sem er 34 ára, og hinn 25 ára Timberlake, byrjuðu saman eftir að hafa hist á Kids Choice-verðlaunahátíðinni árið 2003. Orðrómur hefur verið uppi að undanförnu um að Timberlake hafi haldið framhjá Diaz með leikkonunni Scarlett Johansson. Nýlega sást til þeirra eyða tíma saman í eftirpartíi vegna nýrrar kvikmyndar Timberlake, Alpha Dog, auk þess sem Johansson leikur í nýju tónlistarmyndbandi popparans við lagið What Goes Around.

Bæði Diaz og Timberlake ljá persónum í teiknimyndinni Shrek the Third raddir sínar en myndin er væntanleg á hvíta tjaldið í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.