Fleiri fréttir

Bieber kviknakinn með laufblað yfir kynfærum

Bandaríski listamaðurinn Daniel Edwards hefur afhjúpað nýjasta verk sitt, styttur af poppstjörnunni Justin Bieber og unnustu hans, leik- og söngkonunni Selenu Gomez, án fata. Ef myndirnar eru skoðaðar má sjá að kanadískt laufblað hylur kynfæri Justin, sem er kanadískur og Selena, sem er frá Texas, er með Texas-stjörnu yfir kynfærum sínum. Sjá stytturnar hér.

Reiðir fuglar eru 140 milljarða virði

Rovio Mobile lítið finnskt fyrirtæki sem hannar leiki fyrir farsíma hefur dottið í lukkupottinn með leik sinn Reiðir fuglar (Angry Birds). Reiðir fuglar voru hannaðir fyrir snjallsíma og velgengni þeirra þýðir að finnska fyrirtækið er nú talið 1,2 milljarða dollara virði eða sem nemur tæpum 140 milljörðum kr.

Ýkt sæt í Jason Wu

Leikkonan Diane Kruger var klædd í Jason Wu fatnað frá toppi til táar á rauða dreglinum. Blár retró jakkinn við stuttar buxurnar, skyrtan og upptekið hárið hefur fengið verðskuldaða athygli í tískudálkum vestan hafs. Takið eftir gula veskinu sem toppar heildina á skemmtilegan máta. Haustlína Jason Wu (myndir).

Hegðar sér eins og fífl um allan heim

Fréttir af látum í kanadíska hjartaknúsaranum Justin Bieber berast reglulega og virðast koma úr mörgum heimsálfum. Bieber blæs á kjaftasögurnar.

Jolie flýgur um á einkaþyrlu

Leikkonan Angelina Jolie, 36 ára, var svartklædd í kamellituðum skóm þegar hún steig um borð í þyrlu sem flaug henni frá Richmond í London þar sem unnusti hennar, Brad Pitt, var upptekinn við tökur á nýrri kvikmynd, World War Z. Skoða má Angelinu í meðfylgjandi myndasafni.

The Blondies með lag á afmælisdegi Ásdísar

"Ég á afmæli í dag og það var því algjör skyndiákvörðun að skella laginu í spilun í tilefni af því,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir en í dag verður nýtt lag með dúett hennar og Óskar Norðfjörð frumflutt á útvarpstöðinni FM 957.

Brostu breitt á frumsýningu Glee-kvikmyndarinnar

Mikið var um dýrðir þegar kvikmyndin Glee: The 3D Concert Movie var frumsýnd í Los Angeles í vikunni. Sjónvarpsþátturinn Glee hefur notið mikilla vinsælda áhorfenda og kemur það því fáum á óvart að hann ratar á hvíta tjaldið. Aðalleikarar þáttanna á borð við Lea Michele, Cory Monteith, Chris Golfer og Dianna Agron skörtuðu sínu fegursta. Einnig var söngkonan Rebecca Black mætt í skærbleikum kjól en hún sló í gegn í vor með lagið Friday. Gestir brostu sínu breiðasta á rauða dreglinum og mikil ánægja var með söngvamyndina.

Styrkja hjartveik börn í ár

Kolbrún, á 18 mánaða gamla dóttur, Helenu, sem er með tvenns konar galla, op á milli gátta og þrengsli í lungnaslagæðaloku og Anna á 5 ára dreng, Aron, sem fæddist með mjög alvarlegan hjartagalla og fór aðeins 3ja daga gamall til Boston í aðgerð.

Sagði enginn þér að bolurinn er gegnsær?

Leikkonan unga Lindsay Lohan, mætti í gegnsæjum bol á veitingahús í Hollywood í gær eins og sjá má á myndunum. Lindsay var dæmd í 120 daga fangelsi fyrir að stela gullhálsfesti. Stjarnan, sem býr í Kalíforníu, þurfti ekki að afplána dóminn í einum af hinum alræmdu fangelsum ríkisins heldur gafst henni kostur á að vera í stofufangelsi heima hjá sér. Ástæðan fyrir því voru yfirfull fangelsin í ríkinu, vandamál sem er víðar en hér á landi. Lindsay, sem marga fjöruna hefur sopið í einkalífinu, játaði brot sitt og setti dómarinn hana á þriggja ára skilorð auk þess sem hún þurfti að mæta á meðferðarnámskeið fyrir stelsjúka.

Kim með psoriasis

Sjónvarpsraunveruleikastjarnan Kim Kardashian, sem skoða má í myndasafni, upplýsti áhorfendur þáttarins Keeping Up With the Kardashians nýverið um psoriasis sjúkdóm sinn. Kim, sem er ein af fallegustu konum heims að mati tímaritinu People, segir að hún sé langt frá því að vera fullkomin og sjúkdómurinn sé eitthvað sem hún ætlar að læra að sætta sig við að lifa með. Mamma Kim er einnig með psoriasis sjúkdóminn og leiðbeinir einmitt í sjónvarpsþáttunum dóttur sinni hvernig best er að meðhöndla hann. Kim ætlar að giftist körfuboltamanninum Kris Humphries 20. ágúst næstkomandi með látum væntanlega en kostnaðurinn er kominn upp úr öllu valdi hjá stjörnunni sem og gestalistinn sem stækkar óðum.

Dikta pönkar á Patró

Pönk á Patró verður haldið í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði í þriðja sinn næsta laugardag. Í þetta skipti kemur hljómsveitin Dikta fram, en síðasta sumar komu hljómsveitirnar Pollapönk og Amiina fram.

Pétur Ben og Eberg fagna útgáfunni í kvöld

Tónlistarmennirnir Pétur Ben og Eberg gáfu út plötuna Numbers Game á dögunum. Þeir fagna útgáfunni með tónleikum á Sódómu í kvöld. Miðaverð er 1.500 krónur, húsið verður opnað klukkan 21 og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22.

Prinspóló heldur vestur

Tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Prinspóló um Vestfirði hefst klukkan 22 í kvöld á Café Riis á Hólmavík. Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki sveitarinnar, segir að markmið ferðarinnar sé að leika tónlist og borða góðan mat. Af þeim sökum verði sérstakur hátíðarmatseðill í boði á hverjum viðkomustað.

Game of Thrones hefst 21. ágúst

Sýningar á þáttunum Game of Thrones hefjast sunnudagskvöldið 21. ágúst á Stöð 2. Þetta eru magnaðir þættir sem hófu göngu sína vestanhafs í vor og slógu í gegn. Einhvers staðar er þeim lýst sem blöndu af Sopranos og Hringadróttinssögu. Kíkið á sýnishornið fyrir þættina hér fyrir ofan.

Ráðist á búð Gallaghers

Óeirðirnar á Englandi hafa ekki farið framhjá neinum og eru svo sannarlega farnar að taka sinn toll. Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver varð fyrir barðinu á óeirðaseggjunum en veitingastaður hans, sem er í verslunarmiðstöð í Birmingham, var eyðilagður af æstum unglingum.

Jennifer áfram í American Idol

Á meðfylgjandi myndum má sjá Jennifer við tökur á kvikmyndinni What to Expect When You're Expecting. Þar má einnig sjá börnin hennar, tvíburana Max og Emme, sem fengu að heimsækja mömmu í vinnuna.

Coral fagnar á Faktorý

Coral sendi nýverið frá sér breiðskífu Leopard Songs og fagnar útgáfunni með tónleikum á Faktorý í kvöld. Platan inniheldur meðal annars lagið The Underwhelmer, sem hefur heyrst á öldum ljósvakans.

Verður áfram tískutímarit

„Þetta var mjög óvænt og bar skyndilega að,“ segir Þóra Tómasdóttir, nýráðinn ritstjóri tímaritsins Nýs lífs.

Kennir túristum á Íslendinga

"Markmið sýningarinnar er að kenna útlendingum að vera Íslendingar,“ segir leikarinn Bjarni Haukur Þórsson og hlær.

Björn fyllir skarð Gísla í mynd Nilla

„Björn Thors og Gísli Örn eru með glæsilegri leikurum sem Ísland hefur upp á að bjóða í dag,“ segir sjónvarpsmaðurinn Níels Thibaud Girerd, best þekktur sem Nilli.

Timberlake er dóni

Justin Timberlake er að sögn aðdáenda og annara orðinn heldur góður með sig og ásamt því að neita að gefa eiginhandaráritanir er hann nú einnig dónalegur við starfsfólk veitingastaða.

Fyrsta poppstjarna dubstep-kynslóðarinnar

Á meðal þeirra sem eru tilnefndir til Mercury-verðlaunanna í ár er breska söngkonan Katy B, en fyrsta platan hennar, On a Mission, hefur selst vel og fengið frábæra dóma. Trausti Júlíusson skoðaði Katy.

Tvöfaldur pakki frá Radiohead

Tvöfaldur geisladiskur mun vera á leiðinni frá hljómsveitinni Radiohead í næsta mánuði. Á disknum verður að finna nítján endurhljóðblandanir á lögum sveitarinnar af plötunni The King Of Limbs sem kom út fyrr á árinu.

Kennedy var fyrirmyndin

„Þetta er bara ég við skrifborðið heima og bókasafnið mitt á bak við,“ segir Björn Jón Bragason, sagnfræðingur og laganemi.

Baldwin stefnir á embætti borgarstjóra í New York

Alec Baldwin hefur viðurkennt að hann beri með sér í brjósti draum um að verða borgarstjóri í New York. Baldwin kveðst þó ekki ætla fram árið 2013 en hyggst nýta tímann fram að næstu kosningum vel til undirbúnings.

Lohan meinaður aðgangur baksviðs

Vandræðagemlingurinn Lindsay Lohan eyddi allri síðustu helgi í að elta bassaleikara Coldplay, Guy Berryman, á röndum. Lohan hefur, að sögn slúðurmiðla vestanhafs, fengið augastað á bassaleikaranum og eyddi allri helginni í að flakka á milli tónleika í Chicago með systur sinni Ali.

Á bak við stærstu plötur Bubba

"Þetta er afskaplega merkilegt,“ segir bloggarinn og tónlistarspekingurinn Jens Guð. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Bubbi Morthens selt um 320 þúsund sólóplötur frá því að Ísbjarnarblús kom út árið 1980. Þrjár mest seldu plöturnar, Dögun, frá 1987, Frelsi til sölu, frá 1986 og Kona, frá 1985, hafa samtals selst í tæplega 50 þúsund eintökum. Þá eiga þær sameiginlegt að Jens Guð sá um markaðssetningu þeirra allra ásamt því að hanna umslögin að mestu eða öllu leyti.

Stjörnurnar eru sjúkar í þetta munstur

Stjörnumunstraða haustlína Domenico Dolce og Stefano Gabbana er að gera allt vitlaust í Hollywood. Barnshafandi leikkonan Jessica Alba, sem skoða má í myndasafni, vakti lukku þegar hún klæddist stórglæsilegum síðkjól með fyrrnefndum stjörnum á rauða dreglinum. Í myndasafni má sjá ýmsar útfærslur á stjörnumunstruðum flíkum á tískusýningu Dolce & Gabbana fyrir haustið 2011.

Mikill skellur fyrir óháðar plötuútgáfur

Óeirðirnar í London gætu komið við kaunin á tónlistaráhugafólki eftir að stórt vöruhús í Norður-London brann aðfaranótt þriðjudags. Í vöruhúsinu var allur lager PIAS UK-fyrirtækisins sem sér um dreifingu á plötum fyrir yfir 150 óháðar plötuútgáfur. Meðal þeirra plötuútgáfa sem misstu lager sinn voru XL/Beggars, Warp, Rough Trade, Domino, 4AD, Sub Pop, Secretly Canadian, Jagjaguwar, Drag City, Thrill Jockey, FatCat, Kompakt, Mute, Ninja Tune, Vice og Soul Jazz, að því er fram kemur í frétt á Pitchfork.com.

Nei nú gengur þú of langt

Eins og meðfylgjandi myndir sýna gægðust geirvörtur söngkonunnar Kelly Rowland út á meðan hún dansaði og söng...

Þægileg og grípandi lög

Wait for Fate er fyrsta plata Hafnfirðingsins Jóns Jónssonar, en hann er eldri bróðir Friðriks Dórs sem vakti mikla athygli fyrir sína frumsmíð á síðasta ári. Jón semur sjálfur flest lög og texta á plötunni og syngur og spilar á kassagítar. Hægri hönd hans er upptökustjórinn og hljómborðsleikarinn Kristján Sturla Bjarnason. Auk þeirra spila nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar á Wait for Fate og Anna María Björnsdóttir syngur bakraddir.

Ekkert kynlíf fyrir mót

"Mánudagur mátti (stunda kynlíf) en eftir það nei," segir Baldur Jónsson í meðfylgjandi myndskeiði þegar talið berst að kynlífi fyrir Íslandsmótið í Angry Birds símaleiknum sem fram fer á morgun í Smáralind.

Sumartískan 2012 í Kaupmannahöfn

Hönnuðir og innkaupafólk frá öllum heimshornum sótti Kaupmannahöfn heim um helgina þar sem farið var yfir strauma og stefnur sumarsins 2012. Það er gaman að sjá að litadýrð sumarsins heldur áfram næsta sumar. Bleikur og myntugrænn voru ríkjandi á Tískuvikunni í Kaupmannahöfn sem og ljósgrár og auðvitað hvítur, sem allajafna kemur sterkur inn í fataskápinn á sumrin.

Eitthvað er greinilega að í herbúðum Kings of Leon

Óvissa ríkir um framtíð Kings of Leon, eina stærstu hljómsveit heims. Ofþreyta er sögð vera ástæðan fyrir því að hljómsveitin hætti við restina af tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin, en vandamálin eru sögð miklu djúpstæðari en það.

Hjónasvipur með íslensku merkjunum í Kaupmannahöfn

"Við fundum fyrir mjög miklum áhuga og erum því sátt við helgina,“ segir Brynhildur Þórðardóttir fatahönnuður um helgina á Tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Brynhildur hannar fyrir merkið Lúka Art & Design og var að fara á Tískuvikuna í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn en þangað fóru einnig Kron by KronKron, Diza by Alprjón, Farmers Market og Andersen & Lauth.

Lygarar sem segjast ekki geta létt sig

Í meðfylgjandi myndasafni má sjá leikkonuna Milu Kunis, 27 ára, sem lék ballerínu í Óskarsverðlaunamyndinni Black Swan. Hún er ekki að skafa ofan af því í nýjasta tölublaði breska Glamour þegar kemur að megrunartali. Mila, sem létti sig um 10 kíló fyrir ballerínuhlutverkið, er handviss um að allir geti létt sig en aðeins ef viljinn er fyrir hendi. Ég gerði mér aldrei almennilega grein fyrir því hvað mannslíkaminn er í rauninni fær um að gera. Ég trúði því að ég væri fær um að gera allt. Ekki í eina sekúndu efaðist ég um að ég gæti ekki framkvæmt það sem ég þráði. Ef þú leggur þig virkilega fram þá nærðu árangri," sagði Mila sem trúir á vinnusemi og algjöra sjálfstjórn. Ég elska mat og þegar fólk segist ekki geta grennst þá er það einfaldlega að ljúga. Ég segi nei, nei nei þú getur það! Líkami þinn getur gert allt en þú verður bara að vilja það.

Ef allt klikkar þá fer ég bara aftur í lögfræðina

„Við erum lítið fyrirtæki og höfum hugsað okkur að vera það áfram. Við einbeitum okkur að fáum verkefnum og viljum meina að við framleiðum ódýrt sjónvarpsefni vel,“ segir Hugi Halldórsson framleiðandi.

Aftur til vinnu

Miranda Kerr var á meðal þeirra fyrirsæta sem sýndu fatnað í tengslum við tískuvikuna í Ástralíu á dögunum. Þetta var í fyrsta sinn sem hún gekk eftir sýningarpalli eftir fæðingu sonar hennar og leikarans Orlando Bloom.

Gjörbreytt vægast sagt

Írska söngkonan Sinead O'Connor, 44 ára, hefur skyndilega komið upp á yfirborðið og í þetta sinn er hún nánast óþekkjanleg frá því hún gerði það gott fyrir 20 árum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum...

Sumir hafa breyst geðveikt mikið

Meðfylgjandi má sjá breytinguna sem orðið hefur á leikkonunni Katie Holmes, 32 ára, í gegnum tíðina. Gamla myndin af Katie var tekin árið 2000 áður en hún kynntist eiginmanni sínum, leikaranum Tom Cruise, en þá átti hún í ástarsambandi við American Pie stjörnuna Chris Klein. Skoða má Katie stilla sér upp í Holmes & Yang kjól og Alexandre Birman skóm á rauða dreglinum og á hlaupum klædd í gallabuxur. Katie sló í gegn eftir að hún landaði hlutverki í sjónvarpsþáttunum Dawson Creek árið 1998.

Ert þú líka að hverfa stelpa?

American Idol sigurvegarinn Jordin Sparks, 21 árs, var aðeins 17 ára þegar hún bustaði hina keppendurna og stóð uppi sem sigurvegari. Stelpan hefur misst 15 kíló síðan þá með því að leggja áherslu á holla fæðu samhliða daglegri hreyfingu. Ég borða það sama og áður. Ef mig langar í brauð þá fæ ég mér brauð en ef mig langar í kartöfluflögur þá borða ég epli í staðinn fyrir heilan poka af flögum. Þannig hef ég breytt matarvenjunum.Í meðfylgjandi myndasafni má sjá breytinguna sem orðið hefur á American Idol söngkonunni Jordin Sparks, 21 árs, sem var aðeins 17 ára þegar hún bustaði hina keppendurna og stóð uppi sem sigurvegari. Stelpan hefur misst 15 kíló síðan þá með því að leggja áherslu á holla fæðu samhliða daglegri hreyfingu. "Ég borða það sama og áður. Ef mig langar í brauð þá fæ ég mér brauð en ef mig langar í kartöfluflögur þá borða ég epli í staðinn fyrir heilan poka af flögum. Þannig hef ég breytt matarvenjunum. Ef mig langar í köku þá fæ ég mér köku en passa mig á magninu. Ég borða minni skammta og oftar," sagði Jordin. Jógúrt, kjúklingur, ávextir og Toblerone súkkulaði eru í uppáhaldi hjá Jordin. Ef mig langar í köku þá fæ ég mér köku en passa mig á magninu. Ég borða minni skammta og oftar. Jógúrt, kjúklingur, ávextir og Toblerone súkkulaði eru í uppáhaldi hjá söngkonunni.

Sjá næstu 50 fréttir