Lífið

Ekkert kynlíf fyrir mót

„Mánudagur mátti (stunda kynlíf) en eftir það nei," segir Baldur Jónsson í meðfylgjandi myndskeiði þegar talið berst að kynlífi rétt fyrir Íslandsmótið í Angry Birds símaleiknum sem fram fer á morgun í Smáralind.

Baldur, sem er meðal stigahæstu keppenda í leiknum, eftir fjölda undankeppna sem haldnar hafa verið víðsvegar um landið í sumar, ræðir um undirbúning fyrir keppnina ásamt unnustu sinni, Kristínu Amy Dyer.

Úrslitakeppnin í Íslandsmótinu í Angry Birds fer fram klukkan 16:00 fyrir framan Vodafone verslunina í Smáralind á morgun, fimmtudag. Keppendur vita ekki í hvaða borðum leiksins verður keppt þannig að þeir geta ekki æft sig eða stúderað leikinn á Youtube þar sem hægt er að sjá hvernig leysa má borðin. Sjá myndir frá undankeppni hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.