Lífið

Mikill skellur fyrir óháðar plötuútgáfur

Rough Trade Records og fleiri plötuútgáfna brann í óeirðunum í Norður-London.
Rough Trade Records og fleiri plötuútgáfna brann í óeirðunum í Norður-London.
Óeirðirnar í London gætu komið við kaunin á tónlistaráhugafólki eftir að stórt vöruhús í Norður-London brann aðfaranótt þriðjudags. Í vöruhúsinu var allur lager PIAS UK-fyrirtækisins sem sér um dreifingu á plötum fyrir yfir 150 óháðar plötuútgáfur.

Meðal þeirra plötuútgáfa sem misstu lager sinn voru XL/Beggars, Warp, Rough Trade, Domino, 4AD, Sub Pop, Secretly Canadian, Jagjaguwar, Drag City, Thrill Jockey, FatCat, Kompakt, Mute, Ninja Tune, Vice og Soul Jazz, að því er fram kemur í frétt á Pitchfork.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.