Þægileg og grípandi lög Trausti Júlíusson skrifar 10. ágúst 2011 13:00 Jón Jónsson. Mjög hæfileikaríkur tónlistarmaður. Tónlist. Wait For Fate. Jón Jónsson. Wait for Fate er fyrsta plata Hafnfirðingsins Jóns Jónssonar, en hann er eldri bróðir Friðriks Dórs sem vakti mikla athygli fyrir sína frumsmíð á síðasta ári. Jón semur sjálfur flest lög og texta á plötunni og syngur og spilar á kassagítar. Hægri hönd hans er upptökustjórinn og hljómborðsleikarinn Kristján Sturla Bjarnason. Auk þeirra spila nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar á Wait for Fate og Anna María Björnsdóttir syngur bakraddir. Það fyrsta sem maður tekur eftir á plötunni er hvað þetta er allt faglega unnið. Jón kann greinilega að semja melódísk og grípandi lög. Hann er ágætis söngvari. Hljómurinn er góður og útsetningar og hljóðfæraleikur eru vel af hendi leyst. Það er ekkert skrítið að a.m.k. fjögur laganna á Wait for Fate hafi notið vinsælda á öldum ljósvakans. Það fer ekkert á milli mála að Jón Jónsson er mjög hæfileikaríkur og Wait for Fate er að mörgu leyti vel heppnaður frumburður. Þetta er ekki bara einhver Jón Jónsson úti í bæ. Tónlistin er þægilegt popp sem minnir stundum á poppljúflinga eins og Jack Johnson eða John Mayer. Og það er einmitt þar sem veikleiki Wait for Fate liggur. Tónlistin er of lík svo mörgu sem maður hefur heyrt áður. Þó að hann sé efnilegur þá vantar Jón Jónsson meiri karakter. Niðurstaða: Grípandi og þægileg frumsmíð. Mest lesið „Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“ Lífið Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Lífið Í vandræðum í Bláa lóninu Lífið „Tilveran breyttist að eilífu til hins betra“ Lífið Fæðing sonar Birgittu Lífar í LXS Lífið Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng Lífið „Ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss“ Lífið Sjóðheitir og einhleypir inn í haustið Lífið Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Lífið Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira
Tónlist. Wait For Fate. Jón Jónsson. Wait for Fate er fyrsta plata Hafnfirðingsins Jóns Jónssonar, en hann er eldri bróðir Friðriks Dórs sem vakti mikla athygli fyrir sína frumsmíð á síðasta ári. Jón semur sjálfur flest lög og texta á plötunni og syngur og spilar á kassagítar. Hægri hönd hans er upptökustjórinn og hljómborðsleikarinn Kristján Sturla Bjarnason. Auk þeirra spila nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar á Wait for Fate og Anna María Björnsdóttir syngur bakraddir. Það fyrsta sem maður tekur eftir á plötunni er hvað þetta er allt faglega unnið. Jón kann greinilega að semja melódísk og grípandi lög. Hann er ágætis söngvari. Hljómurinn er góður og útsetningar og hljóðfæraleikur eru vel af hendi leyst. Það er ekkert skrítið að a.m.k. fjögur laganna á Wait for Fate hafi notið vinsælda á öldum ljósvakans. Það fer ekkert á milli mála að Jón Jónsson er mjög hæfileikaríkur og Wait for Fate er að mörgu leyti vel heppnaður frumburður. Þetta er ekki bara einhver Jón Jónsson úti í bæ. Tónlistin er þægilegt popp sem minnir stundum á poppljúflinga eins og Jack Johnson eða John Mayer. Og það er einmitt þar sem veikleiki Wait for Fate liggur. Tónlistin er of lík svo mörgu sem maður hefur heyrt áður. Þó að hann sé efnilegur þá vantar Jón Jónsson meiri karakter. Niðurstaða: Grípandi og þægileg frumsmíð.
Mest lesið „Verst þegar stelpur sem ég þekki ekkert grípa í brjóstin á mér“ Lífið Patrik sýnir frá lífinu í Flórída á meðan stormurinn gengur yfir Lífið Í vandræðum í Bláa lóninu Lífið „Tilveran breyttist að eilífu til hins betra“ Lífið Fæðing sonar Birgittu Lífar í LXS Lífið Edda Sif og Vilhjálmur eignuðust dreng Lífið „Ákvað því að taka þetta í eigin hendur og grenjaði út tíma og pláss“ Lífið Sjóðheitir og einhleypir inn í haustið Lífið Halla í rándýrum kjól með Maríu og Friðriki Lífið Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira