Lífið

Eitthvað er greinilega að í herbúðum Kings of Leon

Calebs Followill er sögð ástæðan fyrir því að Kings of Leon hætti við 29 tónleika á dögunum. Vandamál hljómsveitarinnar eru talin mun meiri.
Calebs Followill er sögð ástæðan fyrir því að Kings of Leon hætti við 29 tónleika á dögunum. Vandamál hljómsveitarinnar eru talin mun meiri.
Óvissa ríkir um framtíð Kings of Leon, eina stærstu hljómsveit heims. Ofþreyta er sögð vera ástæðan fyrir því að hljómsveitin hætti við restina af tónleikaferðalagi sínu um Bandaríkin, en vandamálin eru sögð miklu djúpstæðari en það.

Eftir að hafa kvartað sáran undan miklum hita, tilkynnti Caleb Followill, söngvari Kings of Leon, gestum á tónleikum hljómsveitarinnar í Dallas á dögunum að hann ætlaði að fara baksviðs, æla, drekka bjór og snúa svo aftur og flytja þrjú lög. Hann sneri ekki aftur.

Daginn eftir var tilkynnt að Kings of Leon hefði hætt við síðustu 29 tónleikana í ferðalagi hljómsveitarinnar um Bandaríkin. Ástæðan var sögð vera ofþreyta, en innan úr tónlistarbransanum vestanhafs heyrist að það sé einfaldlega hentugur stimpill á miklu djúpstæðari vandamál. Skömmu eftir að tilkynningin um málið barst sagði Jared Followill, bassaleikari Kings of Leon, á Twitter-síðu sinni að hljómsveitin glímdi við innvortis veikindi og vandamál sem þarf að afgreiða. „Ég get ekki logið. Vandamál hljómsveitarinnar eru stærri en svo að við drekkum ekki nógu mikið Gatorade,“ sagði hann. Þannig gaf hann sögusögnum um óljósa framtíð hljómsveitarinnar byr undir báða vængi.

Vandamál Kings of Leon eru ekki ókeypis. Talið er að hljómsveitin og aðilar sem tengjast henni tapi allt að 15 milljónum dala á ofþreytu söngvarans. Þá gæti reynst erfitt að tryggja framtíðartónleikaferðalög hljómsveitarinnar, enda ekki allir sem þora að bendla sig slík ólíkindatól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.