Lífið

Hjónasvipur með íslensku merkjunum í Kaupmannahöfn

Þau Brynhildur Þórðardóttir og Rúnar Leifsson seldu merkið sitt, Lúka Art &Design, í fjórar Skandinavískar vefverslanir.  Fréttablaðið/valli
Þau Brynhildur Þórðardóttir og Rúnar Leifsson seldu merkið sitt, Lúka Art &Design, í fjórar Skandinavískar vefverslanir. Fréttablaðið/valli
„Við fundum fyrir mjög miklum áhuga og erum því sátt við helgina," segir Brynhildur Þórðardóttir fatahönnuður um helgina á Tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Brynhildur hannar fyrir merkið Lúka Art & Design og var að fara á Tískuvikuna í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn en þangað fóru einnig Kron by KronKron, Diza by Alprjón, Farmers Market og Andersen & Lauth.

„Sýningin var vel heppnuð og við ánægð með hversu margir komu við í básnum okkar. Ég er núna bara að fara í gegnum alla hrúguna af nafnspjöldum sem við fengum til að fylgja áhuganum eftir," segir Brynhildur og staðfestir að fjórar vefverslanir í Skandínavíu ætli að selja Lúka Art & Design hjá sér í vetur og svo fengu þau boð á Prêt à Porter-sýninguna í París.

Brynhildur rekur fyrirtækið ásamt eiginmanni sínum, Rúnari Leifssyni, sem fór með henni út. Svo skemmtilega vildi til að á Tískuvikunni í Kaupmannahöfn voru fjögur af fimm fatamerkjum frá Íslandi rekin af hjónum. Það var því ákveðinn hjónaandi sem sveif yfir básum íslensku tískumerkjanna.

Jóel Pálsson og Bergþóra Guðnadóttir eru fólkið á bak við fatnaðinn frá Farmers Market. Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson eru saman með Kron by KronKron. Svo eru það Gunnar Hilmarsson og Kolbrún eiginkona hans sem reka og hanna saman merkið Andersen& Lauth. - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.