Lífið

Ert þú líka að hverfa stelpa?

Jógúrt, kjúklingur, ávextir og Toblerone súkkulaði eru í uppáhaldi hjá söngkonunni sem hefur losað sig við 15 kíló.
Jógúrt, kjúklingur, ávextir og Toblerone súkkulaði eru í uppáhaldi hjá söngkonunni sem hefur losað sig við 15 kíló. myndir/cover media
Í meðfylgjandi myndasafni má sjá breytinguna sem orðið hefur á American Idol söngkonunni Jordin Sparks, 21 árs, sem var aðeins 17 ára þegar hún bustaði hina keppendurna og stóð uppi sem sigurvegari. Stelpan hefur misst 15 kíló síðan þá með því að leggja áherslu á holla fæðu samhliða daglegri hreyfingu.

„Ég borða það sama og áður. Ef mig langar í brauð þá fæ ég mér brauð en ef mig langar í kartöfluflögur þá borða ég epli í staðinn fyrir heilan poka af flögum. Þannig hef ég breytt matarvenjunum. Ef mig langar í köku þá fæ ég mér köku en passa mig á magninu. Ég borða minni skammta og oftar," sagði Jordin.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.