Lífið

Lygarar sem segjast ekki geta létt sig

myndir/cover media
Í meðfylgjandi myndasafni má sjá leikkonuna Milu Kunis, 27 ára, sem lék ballerínu í Óskarsverðlaunamyndinni Black Swan. Mila, sem létti sig um 10 kíló fyrir hlutverkið, er handviss um að allir geti létt sig en aðeins ef viljinn er fyrir hendi.

Ég gerði mér aldrei almennilega grein fyrir því hvað mannslíkaminn er í rauninni fær um að gera. Ég trúði því að ég væri fær um að gera allt. Ekki í eina sekúndu efaðist ég um að ég gæti ekki framkvæmt það sem ég þráði. Ef þú leggur þig virkilega fram þá nærðu árangri," lætur Mila hafa eftir sér í breska Glamour tímaritinu en hún trúir á vinnusemi og algjöra sjálfstjórn.

Ég elska mat og þegar fólk segist ekki geta grennst þá er það einfaldlega að ljúga. Ég segi nei, nei, nei, þú getur það! Líkami þinn getur gert allt en þú verður bara að vilja það."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.