Fleiri fréttir

Eins og súpermódel ber að ofan

Á meðfylgjandi myndum má sjá nýju Two and a Half Men stjörnuna, leikarann Ashton Kutcher, 33 ára, njóta sín á sýningarpöllunum í Sao Paulo í Brasilíu við hlið brasilísku ofurfyrirsætunnar Alessöndru Ambrosio þar sem þau sýndu sumarlínu tískurisa þar í landi, Colcci. Ashton vann módelsamkeppnina Fresh Faces of Iowa árið 1997 en það var einmitt þar sem módel- og leiklistarferill hans hófst. Hann skaust upp á stjörnuhimininn sem Michael Kelso í sjónvarpsþáttunum That´s 70s show. Þá má einnig sjá leikarann á stuttbuxum einum fata í strandblaki deginum áður í myndasafni.

Færð þú fría miða á Gusgus tónleikana?

Vísir gefur einum heppnum lesanda Lífsins sem deilir leiknum og kvittar á Facebooksíðuna hérna tvo miða á útgáfutónleika Gusgus í kvöld á Nasa. Vinningshafi ræður hvort hann sækir fyrri eða seinni tónleikana en uppselt er í forsölu á báða. Þeir sem ekki komast á þessa tímamótatónleika geta glaðst því fyrri tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu á Lífinu á Vísi sem hefst klukkan 20:00. Kvittaðu hér ef þú vilt eiga möguleika á að vinna tvo miða á Gusgus í kvöld. Drögum út vinningshafa á slaginu 17:00 í dag. Sjö eintök af plötunni Arabian Horse eru einnig í verðlaunapottinum.

Útgáfutónleikar Gusgus í beinni á Vísi í kvöld

Gusgus blæs til útgáfutónleika á Nasa í kvöld vegna nýjustu plötu sveitarinnar, Arabian Horse. Um er að ræða tvenna tónleika og uppselt er í forsölu á þá báða, en einhverjir miðar verða seldir í hurð. Þeir sem ekki komst á þessa tímamótatónleika geta glaðst vegna þess að fyrri tónleikarnir verða í beinni útsendingu á Vísi sem hefst klukkan 20:00.

Svo las hún upp nafnið mitt og ég man ekki meira

Meðfylgjandi símamyndir voru teknar þegar Ólöf Erla Einarsdóttir, grafískur hönnuður, sigraði í flokki fantasíubókmennta í alþjóðlegri bókarkeppni, The Ravenheart Award, fyrir bókarkápu skáldsögunnar Power & Majesti sem hún hannaði. Við hringdum suttlega í Ólöfu Erlu til London, óskuðum henni til hamingju og báðum hana að lýsa tilfinningunni og hvernig verðlaunaafhendingin var. Ég mætti á staðinn bara rosa ánægð að vera tilnefnd. Það var flottur fordrykkur í byrjun og svo fóru allir inn í sal þar sem allir tilnefndir áttu frátekin sæti. Svo voru ræður. Síðan kom að þessu og ég fékk rosa hjartslátt og var rosalega montin að sjá mynd af mér og bókina á risa skjá. Svo las hún upp nafnið mitt og ég man ekki meira," segir Ólöf Erla hlæjandi. Ég fékk tvo rosalega flotta gripi. Ég var pínu orðlaus fyrst á eftir að ég fékk verðlaunin en rosalega þakklát fyrir þetta tækifæri. Og núna er ég bara að tjilla í London," segir sigurvegarinn glaður áður en kvatt er. Viðtal við Ólöfu Erlu 3. maí síðastliðinn um keppnina meðal annars.

Auglýsing Myrru vinsæl

„Það er alltaf gaman þegar vel gengur og ég ætla ekki vera hræsnari og segja að keppnin skipti mig ekki máli. Það er komið í mig smá keppnisskap en auðvitað er það málefnið sjálft sem á að fá alla athyglina,“ segir Myrra Leifsdóttir listakona, sem er eini Íslendingurinn í topp 20 af 2.500 keppendum í auglýsingasamkeppni á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Ástríður snýr aftur

Framhald verður á ævintýrum fjármálastarfsmannsins Ástríðar. Framleiðslufyrirtækið Saga Film og Stöð 2 hafa náð samningum um að gera þáttaröð númer tvö en fyrsta serían sló eftirminnilega í gegn og var tilnefnd til fjölda Eddu-verðlauna.

Halda afmæli Nonna Sig

Listahópurinn UngSaga við Hitt húsið býður til afmælis Nonna Sig við Alþingishúsið í dag. Að sögn Andreu Bjarkar Andrésdóttur getur fólk fræðst um Jón Sigurðsson meðan borðaðar eru kökur og kruðerí.

Fjölmennt á Grímunni 2011

Meðfylgjandi myndir voru teknar af prúðbúnum gestum Grímunnar sem fram fór í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Þéttsetið var á verðlaunaafhendingunni sem sýnd var í beinni útsendingu á Stöð 2. Sýningin Lér konungur eftir William Shakespeare í sviðssetningu Þjóðleikhússins var valin leiksýning ársins, leikstjóri sýningarinnar, Benedict Andrews var valinn besti leikstjórinn, þá var Arnar Jónsson valinn besti leikarinn fyrir burðarhlutverkið í sýningunni en hann var fjarri góðu gamni eins og svo margir verðlaunahafar kvöldsins. Margrét Vilhjálmsdóttir, sem var líka fjarverandi, var valin besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Lé konungi og Atli Rafn Sigurðsson besti leikari í aukahlutverki í sömu sýningu. Unnur Ösp Stefánsdóttir var valin leikkona ársins.

Kelly missir hundinn

Kelly Osbourne er algjörlega niðurbrotin en hún þurfti að láta svæfa hundinn sinn á dögunum. Ástæðan var ólæknandi heilagalli sem kom í ljós í kjölfar flogakasts, en Kelly hafði tjáð sig um veikindin á Twitter.

Justin í dópi

Poppstjarnan Justin Timberlake viðurkennir í fyrsta sinn eiturlyfjanotkun sína í viðtali sem birtist í síðasta tölublaði Playboy-tímaritsins. Timberlake, sem fram að þessu hefur þótt til fyrirmyndar, segist hafa verið háður marijúana stóran hluta árs 2003.

Engir englar

Söngkonan Christina Aguilera vill meina að bæði hún og fyrrverandi eiginmaður hennar Jordan Bratman hafi átt þátt í að eyðileggja hjónabandið.

Aniston loks gengin út

Jennifer Aniston er nú orðuð við leikarann Justin Theroux, sem hún kynntist við tökur á kvikmyndinni Wanderlust. Theroux flutti út frá sambýliskonu sinni í byrjun mánaðar og samkvæmt US Weekly býr hann nú með Aniston.

Dettifoss í Hollywood-mynd

Stórbrotnar náttúrusenur úr íslensku landslagi birtast í kvikmyndinni Tree of Life eftir bandaríska verðlaunaleikstjórann Terrence Malick. Má meðal annars sjá stórfenglegar myndir af Dettifossi og Námaskarði.

Tom Cruise leikur Jack Reacher

Aðdáendur bóka Lee Child um hermanninn fyrrverandi, Jack Reacher, geta glaðst yfir því að von er á kvikmynd upp úr einni sögunni. Ekki er þó víst að þeir verði allir jafn glaðir yfir því að Tom Hanks á að leika Reacher.

Sunddrottningin verður prinsessa í næsta mánuði

Furstadæmið Mónakó stendur á haus þessa dagana vegna væntanlegs brúðkaups Albert Mónakóprins og sunddrottningarinnar Charlene Wittstock. Tuttugu ára aldursmunur er á parinu en íbúar Mónakó eru því fegnir að prinsinn festi loks ráð sitt.

Kjötkjóllinn kominn á safn

Kjötkjóllinn sem poppsöngkonan Lady Gaga klæddist á MTV-verðlaunahátíðinni í fyrra hefur nú fengið framhaldslíf í Frægðarhöll rokksins í Cleveland í Bandaríkjunum.

GusGus og Quarashi leiða saman hesta sína

Hljómsveitirnar Quarashi og GusGus hafa ákveðið að leiða saman hesta sína og endurhljóðblanda lög eftir hvor aðra. Lögin verða síðan gefin út á smáskífu sem verður fáanleg á netinu.

Spelling-höllin seld

Candy Spelling, móðir leikkonunnar Tori Spelling, hefur loks náð að selja heimili sitt sem er næstum sextíuþúsund fermetrar að stærð.

Tveir heimar mætast

Afrísk kúbanska súpergrúppan Afrocubism er væntanleg til Íslands til að halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu 28. júní. Trausti Júlíusson kynnti sér þessa merku sveit og spáði í það hvers er að vænta á þessum stóra heimstónlistarviðburði.

Hætti við vegna tannpínu

George Michael þurfti að hætta við góðgerðatónleika sem áttu að fara fram í gærkvöldi, sökum tannpínu. Söngvarinn átti að syngja með Aliciu Keys á tónleikum til styrktar alnæmissjúklingum og fjölskyldum þeirra en fékk svo slæma tannpínu að hann þurfti að hætta við allt saman. Söngvarinn baðst afsökunar á Twitter-síðu sinni og fannst leiðinlegt að geta ekki sungið fyrir svo góðan málstað.

Alíslensk sleipiefni sem svínvirka

Ásta Kristín Sýrusdóttir framkvæmdastjóri og Rannveig B. Hrafnkelsdóttir framleiðslustjóri hjá Purity Herbs á Akureyri segja í meðfylgjandi myndskeiði frá kynörvandi sleipiefnum sem nefnast Ástareldur og Unaðsolía, sem þær framleiða fyrir íslenskan og erlendan markað en allar vörur sem þær framleiða eru 100% náttúrulegar. Purity Herbs á Facebook Purityherbs.is

Cohen í líki Saddam Hussein

Breski gamanleikarinn Sacha Baron Cohen er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í kvikmyndum sínum. Og nýjasta kvikmynd hans, The Dictator, á eflaust eftir að vekja mikla athygli.

Viltu vinna eintak af Arabian Horse?

Lækaðu Facebook síðu Lífsins og póstaðu henni ef þú vilt eiga möguleika á að vinna nýju plötu Gusgus, Arabian Horse, sem er að gera allt vitlaust. Á plötunni, sem fær toppdóma hér heim og út um allan heim, stillir Gusgus upp einvalaliði, með söngvarana Daníel Ágúst, Urði Hákonardóttur og Högna í Hjaltalín í forgrunni og skipstjóra sveitarinnar, þá Stebba Steph og Bigga Veiru, við stjórnvölinn. Gusgus verður með útgáfutónleika á Nasa laugardaginn 18. júní. Aðdáendur sveitarinnar sem komast ekki á tónleikana geta séð þá í beinni útsendingu á Lífinu á Vísi. Lækaðu og kvittaðu á Lífið hér - 7 eintök af Arabian Horse verða gefin á laugardaginn.

Fyndið að heyra í sér í útvarpinu

„Okkur finnst bara frábært að fá að koma fram,“ segir Védís Vantída Guðmundsdóttir, söngkona úr dúóinu Galaxies, en hljómsveitin hitar upp fyrir þýska plötusnúðinn Micha Moor á Nasa í kvöld.

Milljarðar í framleiðslukostnað

Íslensk framleiðslufyrirtæki í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði hafa eytt 3,5 milljörðum íslenskra króna í framleiðslukostnað síðastliðin þrjú og hálft ár samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum frá iðnaðarráðuneytinu. Endurgreiðsla frá ráðuneytinu til fyrirtækjanna á þessu tímabili nemur rúmlega 645 milljónum samkvæmt lögum um tuttugu prósenta endurgreiðslu.

Ýkt sæt Jolie með barnaskarann

Leikkonan Angelina Jolie er stödd á Möltu ásamt börnum sínum, Maddox, Pax, Zahara, Shiloh, Vivienne og Knox um þessar mundir á meðan Brad Pitt leikur í myndinni World War Z. Í myndasafni má sjá þegar leikkonan fór með barnaskarann í skemmtigarð 15. júní síðastliðinn. Burtséð frá því má geta þess að Angelina er ákafur hnífasafnari.

Hetjur voru einu sinni börn

Ný bók fyrir börn um ævi og störf Jóns Sigurðssonar kemur út á morgun. Brynhildur Þórarinsdóttir, höfundur bókarinnar, segir brýnt að börn séu vakin til vitundar um að þau geti haft áhrif og tekið þátt í mótun samfélagsins.

Palli rokseldi í Hörpunni

12 tónar eru með einkaleyfi fyrir sölu á varningi í Hörpu og Páll Óskar Hjálmtýsson varð því að semja sérstaklega við þá þegar hann seldi Silfursafnið fyrir tónleika sína með Sinfóníuhljómsveitinni. Ýmsir hafa gagnrýnt þetta fyrirkomulag en Palli kvartar ekki.

Brúðkaup Kardashian og Humphries í uppnámi

Eitt af brúðkaupum ársins verður hinn 31. október þegar raunveruleikadrottningin Kim Kardashian og NBA-leikmaðurinn Kris Humphries ganga í það heilaga fyrir allra augum. Fjölskylda leikmannsins er þó ekki alls kostar sátt.

Þorsteinn skrifar handrit að vegamynd

„Þetta er „road movie“ eða vegamynd sem gerist á Íslandi 1978 í gamansömum dúr þar sem við sögu kemur vonandi Lada 1600,“ segir Þorsteinn Guðmundsson, handritshöfundur og grínisti.

Á sjóræningjaslóð

Enski leikstjórinn Paul Greengrass er sagður líklegastur til að leikstýra kvikmynd um skipstjórann Richard Phillips sem Navy Seals, sérsveit bandaríska flotans, bjargaði úr klóm sómalskra sjóræningja árið 2009. Tom Hanks hefur þegar samþykkt að leika skipstjórann, sem skrifaði bók um dvöl sína meðal sjóræningjanna. Myndin verður byggð á þeirri bók og hefur þegar verið gefið vinnuheitið Maersk Alabama eftir skipi Phillips.

Kjóllinn er gegnsær að neðan

Leikkonan Blake Lively, 23 ára, mætti í hvítum Chanel kjól á frumsýningu kvikmyndarinnar The Green Lantern í gær. Eins og myndirnar sýna var Blake stórglæsileg í kjólnum sem var gegnsær eins og sja má á meðfylgjandi myndum.

Aðdáandi Quarashi fékk gigg

„Ég er mjög spenntur fyrir því að spila á Íslandi en líka kvíðinn því þetta verður í fyrsta skipti sem ég spila í útlöndum,“ segir plötusnúðurinn DJ Red.

Human Woman á samning í Þýskalandi

Jón Atli og Gísli Galdur í Human Woman gefa út smáskífu hjá þýska útgáfufyrirtækinu HFN í haust. Þessum áfanga var fagnað á Faktorý um síðustu helgi.

Brúðkaupinu aflýst

Brúðkaupi Playboy-kóngsins Hugh Hefner og fyrirsætunnar Crystal Harris hefur verið aflýst. Þessar fréttir gerði Hefner sjálfur opinberar á samskiptasíðunni Twitter með efirfarandi skilaboðum: „Brúðkaupinu er aflýst. Crystal skipti um skoðun.“

Slapp með skrekkinn

Tveir menn voru handteknir í grennd við heimili bresku söngkonunnar Joss Stone í Devon á þriðjudag grunaðir um að hafa ætlað að ræna henni.

Hugsaði ekki út í afleiðingarnar

Paul McCartney hefur viðurkennt að hann hafi ekki hugsað út í afleiðingarnar þegar hann lýsti því yfir fyrir fjörutíu árum að hann hygðist ekki semja fleiri lög með John Lennon.

Ástamál Pippu í brennidepli

Breskir og bandarískir fjölmiðlar eru eins og mý á mykjuskán þegar Pippa Middleton og ástamál hennar eru annars vegar. Nýlega var greint frá því að ungfrú Middleton væri hætt með bankastarfsmanninum Alex Loudon en fjölmiðlar voru ekki lengi að þefa hana uppi á fínum veitingastað með George Percy, syni hertogans af Norðymbralandi.

Skjaldborg festir sig í sessi

Heimildarmyndahátíðin Skjaldborg var haldin í fimmta sinn á Patreksfirði um helgina og heppnaðist vel. Jón og séra Jón eftir Steinþór Birgisson hreppti áhorfendaverðlaunin. Rúmlega þrjú hundruð gestir lögðu leið sína á heimildarmyndahátíðina Skjaldborg, sem haldin var á Patreksfirði fimmta árið í röð um hvítasunnuhelgina.

Gleðin er besta víman

Gleðin réði ríkjum á frábærum viðhafnartónleikum Páls Óskars og Sinfó á laugardagskvöldið. Þetta voru í einu orði sagt stórkostlegir tónleikar, fullkomnir. Það hafði augljóslega verið hugsað fyrir hverju einasta smáatriði og allt gekk upp: Útlit, uppsetning, hljómur, lagaval, lagaröð, söngur, hljóðfæraleikur og útsetningar. Stemningin var líka ótrúleg, gleðin skein af hverju andliti og margir tónleikagesta réðu varla við sig af hamingju.

Sjá næstu 50 fréttir