Lífið

Spelling-höllin seld

Seld Spelling-höllin hefur verið seld. Candy Spelling flytur nú út af sextíuþúsund fermetra heimili sínu.
nordicphotos/getty
Seld Spelling-höllin hefur verið seld. Candy Spelling flytur nú út af sextíuþúsund fermetra heimili sínu. nordicphotos/getty
Candy Spelling, móðir leikkonunnar Tori Spelling, hefur loks náð að selja heimili sitt sem er næstum sextíuþúsund fermetrar að stærð.

Dóttir framkvæmdastjóra Formúlu 1, hin 22 ára gamla Petra Ecclestone, er sögð hafa keypt höllina á undirverði en upprunalegt verð var 150 milljón dollarar.

Ekki ætti að væsa um hina ungu fröken Ecclestone því í höllinni eru meðal annars fjórtán svefnherbergi, tuttugu og sjö baðherbergi, vínkjallari, keilusalur, kvikmyndasalur, bókasafn, íþróttasalur og þrjú innpökkunarherbergi. Ecclestone á einnig lúxusvillu í heimaborg sinni, London, en hún er sögð hafa keypt hana fyrir hunda sína fimm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.