Lífið

Kelly missir hundinn

Kelly Osbourne þurfti að láta svæfa hundinn sinn á dögunum.
Kelly Osbourne þurfti að láta svæfa hundinn sinn á dögunum.
Kelly Osbourne er algjörlega niðurbrotin en hún þurfti að láta svæfa hundinn sinn á dögunum. Ástæðan var ólæknandi heilagalli sem kom í ljós í kjölfar flogakasts, en Kelly hafði tjáð sig um veikindin á Twitter.

„Elsku stelpan mín hún Noodles er veik,“ sagði Kelly og bætti síðar við að hún gæti varla fylgst með vesalings hundinum án þess að tárfella.

Síðar setti Kelly inn aðra færslu á Twitter: „Noodles fær ekki að lifa. Hún fæddist með ólæknandi heilagalla og ég verð að svæfa hana í dag. Ég er miður mín. Ég trúi þessu ekki.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.