Lífið

Ástamál Pippu í brennidepli

Pippa Middleton er sennilega ein eftirsóttasta einhleypa kona Bretlands um þessar mundir. NordicPhotos/Getty
Pippa Middleton er sennilega ein eftirsóttasta einhleypa kona Bretlands um þessar mundir. NordicPhotos/Getty
Breskir og bandarískir fjölmiðlar eru eins og mý á mykjuskán þegar Pippa Middleton og ástamál hennar eru annars vegar. Nýlega var greint frá því að ungfrú Middleton væri hætt með bankastarfsmanninum Alex Loudon en fjölmiðlar voru ekki lengi að þefa hana uppi á fínum veitingastað með George Percy, syni hertogans af Norðymbralandi.

Samkvæmt tímaritinu US Weekly átti parið innilega stund yfir glæsilegummálsverði en þau færðu sig síðan yfir í íbúð hertogasonarins. Pippa yfirgaf hana snemma um morguninn eftir að hafa kvatt Percy með kossi ef marka má sjónarvotta.

Pippa og Percy eru reyndar vinnufélagar um þessar mundir og ef marka má orð eins vinar Pippu svífur engin rómantík yfir vötnum þegar Percy og hún eru annars vegar. „Henni þykir mjög vænt um George en aðeins sem vin. Þau hafa alltaf verið félagar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.