Lífið

Halda afmæli Nonna Sig

Andrea Björk Andrésdóttir og Ólöf Vignisdóttir eru í listahópnum UngSögu, en dagskrá hennar má finna á www.facebook.com/ungsaga.
Andrea Björk Andrésdóttir og Ólöf Vignisdóttir eru í listahópnum UngSögu, en dagskrá hennar má finna á www.facebook.com/ungsaga.
Við elduðum saltfisk," segir Andrea Björk Andrésdóttir, annar meðlima UngSögu, eins af listahópum Hins hússins. UngSaga býður upp á sögugöngur um Reykjavík í sumar. „Saltfiskur er þjóðlegur. Við vildum elda eitthvað í stíl við okkur. Saltfiskur spilar veigamikinn þátt í sögu Reykjavíkur."

Ólöf Vignisdóttir er hinn meðlimur UngSögu, en þær vinkonur bjóða til afmælis Nonna Sig við Alþingishúsið klukkan þrjú í dag. „Þetta verður eins og barnaafmæli með helíumblöðrum, kökum og kruðeríi. Hann Jón er tvö hundruð ára í dag," segir Andrea og bætir við að afmælisveislan verði blanda af gjörningi og fræðslu. „Við bjóðum fólki að spjalla við okkur um karlinn og hans helstu afrek."

Andrea segir að þær Ólöf hafi talað við Guðmund Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, til að fræðast um Jón Sigurðsson. „Við ætlum til dæmis að reyna að svara spurningum um hvort og hvernig sjálfstæðishetja Jón Sigurðsson var meðan við borðum kökur," segir Andrea og er í framhaldinu innt eftir því hvernig hetja Jón hafi verið. „Hann er mjög mikilvægur en óvenjuleg sjálfstæðishetja. Hann barðist ekki og var ekki heldur píslarvottur. Flestar sjálfstæðishetjur eru annað hvort píslarvottar eða stríðshetjur."

martaf@frettabladid.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.