Lífið

Cohen í líki Saddam Hussein

Gott grín Cohen leikur í kvikmyndinni The Dictator einræðisherra sem flýr land og felur sig í New York.
Gott grín Cohen leikur í kvikmyndinni The Dictator einræðisherra sem flýr land og felur sig í New York.
Breski gamanleikarinn Sacha Baron Cohen er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í kvikmyndum sínum. Og nýjasta kvikmynd hans, The Dictator, á eflaust eftir að vekja mikla athygli.

Fyrstu myndinni af Cohen í gervi sínu var nýverið lekið á vefsíðuna Huffington Post en þar sést leikarinn í líki arabísks einræðisherra. Sem er ekkert skrýtið því Cohen leikur einmitt slíkan mann, skuggalega líkan Saddam Hussein. Hann neyðist til að flýja land og felur tvífara sínum að halda um stjórnartaumana á meðan hann felur sig í New York. Þar kynnist hann verslunarstjóra í heilsubúð sem opnar augu hans. Empire-kvikmyndavefurinn greinir reyndar frá því að verslunarstjórinn virðist ekki hafa ýkja mikil áhrif því samkvæmt opinberum söguþræði myndarinnar er hún: „saga af hetjudáð einræðisherra sem hættir lífi sínu til að koma í veg fyrir að lýðræði nái fram að ganga í landinu sem hann hefur kúgað af ástríðu og umhyggju."

Empire segir einnig frá því að Cohen hafi sótt innblástur í írösku skáldsöguna Zabibah og konungurinn, en almennt er talið að Saddam Hussein hafi skrifað þá bók sjálfur. Þar segir frá ungri konu sem býr með ofbeldisfullum eiginmanni sínum en er bjargað af valdamiklum kóngi. Fyrir áhugasama sá Hussein sjálfan sig sem valdamikla kónginn, konan var Írak og ofbeldisfulli eiginmaðurinn Bandaríkin.

Empire segir einnig frá því að Cohen hafi sótt innblástur í írösku skáldsöguna Zabibah og konungurinn, en almennt er talið að Saddam Hussein hafi skrifað þá bók sjálfur. Þar segir frá ungri konu sem býr með ofbeldisfullum eiginmanni sínum en er bjargað af valdamiklum kóngi. Fyrir áhugasama sá Hussein sjálfan sig sem valdamikla kónginn, konan var Írak og ofbeldisfulli eiginmaðurinn Bandaríkin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.