Lífið

Þorsteinn skrifar handrit að vegamynd

1978 næst Þorsteinn Guðmundsson hyggst næst skrifa handrit að vegamynd sem gerist 1978 og hefur verið gefið vinnuheitið Eden.
Fréttablaðið/Stefán
1978 næst Þorsteinn Guðmundsson hyggst næst skrifa handrit að vegamynd sem gerist 1978 og hefur verið gefið vinnuheitið Eden. Fréttablaðið/Stefán
„Þetta er „road movie“ eða vegamynd sem gerist á Íslandi 1978 í gamansömum dúr þar sem við sögu kemur vonandi Lada 1600,“ segir Þorsteinn Guðmundsson, handritshöfundur og grínisti.

Þorsteinn fékk nýverið styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands til að vinna handrit að kvikmynd sem hefur verið gefið vinnuheitið Eden. Hann segir verkefnið fremur stutt á veg komið, nokkrar hugmyndir hafi verið festar niður á blað en nú fari í hönd hin eiginlegu handritsskrif. „Þetta getur tekið tvö til þrjú ár.“ Sami hópur og gerði hina vinsælu Okkar eigin Osló kemur að gerð þessarar myndar; framleiðslufyrirtækið Ljósband og leikstjórinn Reynir Lyngdal. Myndin fékk fínar viðtökur hjá gagnrýnendum og prýðisgóða aðsókn. „Ég vona að Okkar eigin Osló sé ákveðinn plús fyrir okkur en maður byrjar víst alltaf frá grunni og við förum ekkert í tökur fyrr en öll fjármögnun er klár,“ segir Þorsteinn, en hann var staddur í sumarleyfi með fjölskyldunni á sólarparadísinni Tenerife þegar Fréttablaðið náði tali af honum.

Þorsteinn segir það hafa verið yndislegt að sjá Okkar eigin Osló öðlast líf á hvíta tjaldinu. „Algjörlega, þetta er miklu stærri stund en að vera í sjónvarpi. Það er svo mikið gert úr þessu og þetta er meira stressandi en að sama skapi mikið ævintýri.“- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.