Lífið

Slapp með skrekkinn

Joss Stone var í hættu en lögreglan handtók tvo karlmenn vopnaða sverðum við heimili hennar.
nordicphotos/getty
Joss Stone var í hættu en lögreglan handtók tvo karlmenn vopnaða sverðum við heimili hennar. nordicphotos/getty
Tveir menn voru handteknir í grennd við heimili bresku söngkonunnar Joss Stone í Devon á þriðjudag grunaðir um að hafa ætlað að ræna henni.

Athugull nágranni gerði lögreglu viðvart eftir að hafa veitt eftirtekt rauðri bifreið sem ekið var löturhægt um sveitavegina sem liggja í kringum heimili söngkonunnar. Við leit í bílnum fann lögreglan meðal annars líkpoka, reipi, sverð og loftmyndir af einkalóð Stone.

Mennirnir voru færðir til yfirheyrslu í Exeter, en þeir eru sagðir vera frá Manchester.

Tímaritið The Sun náði tali af Stone í gær og þá sagðist hún vera heil heilsu og ætla sér að halda áfram að lifa eðlilegu lífi. Stone er á meðal fimm söluhæstu söngkvenna Bretlands og hefur selt yfir tíu milljónir hljómplata.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.