Lífið

Tom Cruise leikur Jack Reacher

Tom Cruise leikur harðhausinn Jack Reacher.
Tom Cruise leikur harðhausinn Jack Reacher.
Aðdáendur bóka Lee Child um hermanninn fyrrverandi, Jack Reacher, geta glaðst yfir því að von er á kvikmynd upp úr einni sögunni. Ekki er þó víst að þeir verði allir jafn glaðir yfir því að Tom Hanks á að leika Reacher.

Jack Reacher er tröllvaxin drápsvél sem flakkar um Bandaríkin farangurslaus. Tom Cruise, einn minnsti leikarinn í Hollywood, velþekktur sérvitringur og kominn óþægilega nálægt fimmtugu, er því kannski ekki augljósasti kosturinn í hlutverkið. „Stærð Reachers í bókunum er myndlíking fyrir óstöðvandi kraft sem Cruise sýnir á sinn hátt,“ segir Child þegar hann er beðinn að svara gagnrýnisröddum aðdáenda.

Kvikmyndafyrirtækið Deadline hefur staðfest að það eigi í viðræðum við Cruise. Um er að ræða níundu bókina í röðinni, hún kallast One Shot á frummálinu, en alls hafa bækurnar fimmtán selst í um 40 milljón eintökum. Þrjár bókanna hafa komið út á íslensku; Í frjálsu falli, Friðlaus og nú síðast Fimbulkaldur, og hafa þær notið mikilla vinsælda.

Tökur eiga að hefjast í haust en leikstjóri er Christopher McQuarrie sem stýrði Cruise í Valkyrie.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.