Lífið

Milljarðar í framleiðslukostnað

stór bransi Íslenski sjónvarps- og kvikmyndabransinn hefur eytt 3,5 milljörðum undanfarin þrjú og hálft ár. Bjarnfreðarson er í hópi þeirra sem fengu endurgreiðslu frá iðnaðarráðuneytinu.
stór bransi Íslenski sjónvarps- og kvikmyndabransinn hefur eytt 3,5 milljörðum undanfarin þrjú og hálft ár. Bjarnfreðarson er í hópi þeirra sem fengu endurgreiðslu frá iðnaðarráðuneytinu.
Íslensk framleiðslufyrirtæki í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði hafa eytt 3,5 milljörðum íslenskra króna í framleiðslukostnað síðastliðin þrjú og hálft ár samkvæmt útreikningum Fréttablaðsins á tölum frá iðnaðarráðuneytinu. Endurgreiðsla frá ráðuneytinu til fyrirtækjanna á þessu tímabili nemur rúmlega 645 milljónum samkvæmt lögum um tuttugu prósenta endurgreiðslu.

Eins og Fréttablaðið hefur greint frá mun hluti úr stórmynd Ridley Scott, Prometheus, verða tekinn upp hér á landi og hluti af framleiðslukostnaðinum ratar í vasa ríkisins í formi skatta og annarra gjalda. Þær upphæðir gætu hlaupið á tugum ef ekki hundruðum milljóna. Scott fær hins vegar tuttugu prósenta endurgreiðslu eins og lög gera ráð fyrir.

Samkvæmt útreikningi á tölunum frá iðnaðarráðuneytinu virðist árið 2009 hafa verið sérstaklega gæfuríkt fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki en þá var rúmum milljarði eytt í framleiðslu á íslensku efni og upptökur fyrir erlend fyrirtæki. 2010 var einnig ákaflega gjöfult, en þá var framleiðslukostnaðurinn 950 milljónir miðað við útreikninga Fréttablaðsins.

Alls fengu 53 verkefni endurgreiðslu frá iðnaðarráðuneytinu á þessum fjórum árum. Árið 2009 voru þau flest, eða alls fimmtán, en í ár eru þau þegar orðin tólf, jafn mörg og allt árið 2008.- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.