Lífið

Auglýsing Myrru vinsæl

Framlag Myrru í keppninni gengur vel, en hún hefur aldrei starfað við auglýsingar áður. fréttablaðið/arnþór
Framlag Myrru í keppninni gengur vel, en hún hefur aldrei starfað við auglýsingar áður. fréttablaðið/arnþór
„Það er alltaf gaman þegar vel gengur og ég ætla ekki vera hræsnari og segja að keppnin skipti mig ekki máli. Það er komið í mig smá keppnisskap en auðvitað er það málefnið sjálft sem á að fá alla athyglina," segir Myrra Leifsdóttir listakona, sem er eini Íslendingurinn í topp 20 af 2.500 keppendum í auglýsingasamkeppni á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Fréttablaðið hefur áður fjallað um keppnina en í fyrra vann Íslendingurinn Stefán Einarsson og situr í dómnefnd þetta árið. Þemað í keppninni í ár er ofbeldi gegn konum eða No to violence to women og mega allir Evrópubúar taka þátt. Bæði dómnefnd og almenningur hafa áhrif á úrslitin en allir geta farið inn á vefsíðu keppninnar og kosið.

Auglýsing Myrru er sérstök en þar má sjá babúsku sem brotnað hefur í marga mola og eftir stendur minnsti hlutinn einn og yfirgefinn. „Þetta er frekar táknræn nálgun á málefninu. Bæði tengt menningu og hvernig ofbeldið fer gegnum lag eftir lag á fórnarlambinu," segir Myrra, sem sjálf er að hefja nám í Listaháskólanum í haust en keppnina sá hún á heimasíðu skólans. Auglýsing hennar rokkar á milli 3. og 18. sætis en hægt er fara inn á slóðina http://competition.create4theun.eu/entry/166128 til að skoða hennar framlag og annarra keppenda.- áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.