Lífið

Live Project í samstarf við Hróarskeldu

Gestir Hróarskelduhátíðarinnar munu geta deilt upplifun sinni í beinni útsendingu.
Gestir Hróarskelduhátíðarinnar munu geta deilt upplifun sinni í beinni útsendingu.
Live Project og Hróarskelduhátíðin hafa komist að samkomulagi um að Live Project verði viðurkennd útsendingarsíða hátíðargesta.

Þá verður öllum þeim sem eiga iPhone eða Android-farsíma kleift að deila myndbrotum og ljósmyndum úr símum sínum í beinni útsendingu á vefsíðu Life Project. Til þess að þetta sé hægt verða farsímaeigendurnir að hlaða niður svokölluðu Live Project appi.

Vefsíðan Live Project er íslensk, en hún er rauntíma myndbrota- og ljósmyndasíða þar sem allir geta deilt upplifun sinni í beinni útsendingu. Slóð síðunnar er www.liveproject.me.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.