Lífið

Brúðkaupinu aflýst

Aftur á markaðinn Hinn 84 ára gamli eigandi Playboy-tímaritsins, Hugh Hefner, mun ekki ganga í það heilaga með fyrirsætunni Crystal Harris. 
Nordicphotos/getty
Aftur á markaðinn Hinn 84 ára gamli eigandi Playboy-tímaritsins, Hugh Hefner, mun ekki ganga í það heilaga með fyrirsætunni Crystal Harris. Nordicphotos/getty
Brúðkaupi Playboy-kóngsins Hugh Hefner og fyrirsætunnar Crystal Harris hefur verið aflýst. Þessar fréttir gerði Hefner sjálfur opinberar á samskiptasíðunni Twitter með efirfarandi skilaboðum: „Brúðkaupinu er aflýst. Crystal skipti um skoðun.“

Brúðkaupið átti að fara fram hinn 18. júní og hafði 300 gestum verið boðið í veisluna í Playboy-höllinni í Los Angeles. Fyrirsætan Harris er 25 ára gömul, en miðillinn TMZ greindi frá því um helgina að Hefner og Harris hefðu rifist heiftarlega og hún flutt út í kjölfarið. Þær fréttir ganga nú um vefmiðlana að Harris sé tekin saman við jafnaldra sinn Jordan McGraw, sem er yngsti sonur sjónvarpssálfræðingsins dr. Phil McGraw.

Hjónabandið hefði verið númer þrjú hjá Hefner en þessi eilífðarglaumgosi hefur verið við fjölmargar konur kenndur á þeim 84 árum sem hann hefur lifað. Flestar eiga þær það sameiginlegt að hafa prýtt síður Playboy-blaðsins. Hefner er aftur kominn á markaðinn en hann verður eflaust ekki lengi að fylla höll sína af Playboy-fyrirsætum á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.