Lífið

Kjötkjóllinn kominn á safn

Þessi frægi kjóll, gerður úr hráu kjöti, er nú til sýnis á safni í Cleveland.
Þessi frægi kjóll, gerður úr hráu kjöti, er nú til sýnis á safni í Cleveland. Mynd/Nordicphotos/getty
Kjötkjóllinn sem poppsöngkonan Lady Gaga klæddist á MTV-verðlaunahátíðinni í fyrra hefur nú fengið framhaldslíf í Frægðarhöll rokksins í Cleveland í Bandaríkjunum.

Lady Gaga vakti mikla athygli þegar hún gekk eftir rauða dreglinum klædd kjól úr hráu kjöti frá toppi til táar en kjóllinn á að vera aðal aðdráttarafl sýningarinnar „Women who rock“.

Það var enginn hægðarleikur að koma kjólnum í sýningarhæft ástand, en kæla þurfti kjötið niður og þurrka svo. Eftir að kjólinn hafði verið þurrkaður varð hann svo dökkur á litinn að mála þurfti yfir til að ná rauða litnum á ný.

Aðdáendur Lady Gaga geta því flykkst til Cleveland og skoðað kjólinn fræga fram í febrúar 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.