Fleiri fréttir

Bush kíkir á blakstelpurnar

George Bush Bandaríkjaforseti stendur í stórræðunum í dag. Á milli þess sem hann reynir að miðla málum í deilum Georgíumanna og Rússa kíkir hann á Bandarísku keppendurna á Ólympíuleikunum en hann er staddur í Peking. Í dag leit hann við hjá landsliðinu í strandblaki og fylgdist með föngulegum stúlkunum á æfingu. Ekki er ljóst hvað forsetinn er að gera á myndinni en líklega er hann að dusta sand af afturenda Misty May-Treanor, landsliðskonu.

Bernie Mac er látinn

Bandaríski Grínistinn Bernie Mac lést í morgun, fimmtugur að aldri. Talsmaður leikarans segir hann hafa látist úr lungnabólgu á sjúkrahúsi í Chicago. Mac hafði legið á sjúkrahúsinu í rúma viku en á fimmtudag bárust þær fregnir að ástand hans væri stöðugt en honum hrakaði í nótt.

Reykjavík! og Ben Frost í eldfimt samband

Hljómsveitin Reykjavík! hefur kunngjört samstarf við íslensk-ástralska hljóðlistamanninn Ben Frost! Þessi tvö eldfimustu element íslenskrar tónlistar hafa um langt skeið leitt saman hesta sína í tilraunaskyni en þetta verður í fyrsta skiptið sem samstarf þeirra er opinberlega fest á band eins og segir í tilkynningu.

Hrókurinn skákar í Grænlandi

Skákhátíðin á Austur-Grænlandi hefur gengið vel en hún er haldin í samvinnu Hróksins og skákfélagsins í Tasiilaq sem heitir Løberen (Biskupinn).

Smáfuglar hljóta verðlaun í Melbourne

Smáfuglar, nýjasta stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, hlaut á dögunum verðlaun sem besta leikna stuttmyndin á MIFF kvikmyndahátíðinni í Melbourne í Ástralíu.

Of þungur Elton John - myndir

Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera opinber persóna eins og söngvarinn Elton John sem hefur bætt á sig nokkrum kílóum í gegnum tíðina enda orðinn 61 árs.

Vatnsbyssustríð á Ísafirði

Lokahóf Vinnuskóla Ísafjarðarbæjar var haldið við tjaldsvæðið í Tunguskógi í gærkvöldi. Þangað mættu á fimmta tug barna sem starfað hafa við skólann í sumar. Boðið var upp á grillmat vatnsbyssustríð var háð.

Paul Newman vill deyja heima

Hollywoodleikarinn Paul Newman sem er 83 ára gamall glímir við krabbamein í lungum. Hann á að baki leik í meira en 80 kvikmyndum og sjónvarpsþáttum en dró sig í hlé árið 2006 vegna veikinda sinna.

Freeman kominn af spítala

Óskarsverðlaunahafinn Morgan Freeman er kominn heim af spítala eftir að hafa lent í hættulegu bílslysi um helgina.

Sigurgeir Sigurjónsson hlýtur Myndstefsverðlaunin í ár

Sigurgeir Sigurjónsson hlaut Myndstefsverðlaunin 2008 sem forseti Íslands afhenti við hátíðlega athöfn í Listasafni Íslands í dag. Viðurkenninguna hlýtur Sigurgeir fyrir ljósmyndir sínar af mönnum, dýrum og landi sem draga upp sterka drætti úr íslenskum veruleik sem sjá má í fjölmörgum og margvíslegum ljósmyndabókum hans, eins og segir í tilkynningu.

Hætta rannsókn á dauða Ledgers

Bandarískir saksóknarar hafa ákveðið að hætta rannsókn á því hvernig leikarinn Heath Ledger komst yfir sterk verkjalyf sem áttu þátt í að draga hann til dauða.

Britney Spears leikur lesbískt drápskvendi

Söngkonan Britney Spears mun taka að sér hlutverk í endurgerð leikstjórans Quentins Tarantino á költ-myndinni Faster Pussycat Kill! Kill! Leikstjórinn sérvaldi Spears í hlutverk lesbíska drápskvendisins Vörlu, sem hin íturvaxna Tura Satana fór með í upprunalegri útgáfu myndarinnar.

Morgan Freeman að skilja við eiginkonuna

Leikarinn Morgan Freeman er að skilja við Myrnu Colley-Lee, eiginkonu sína til 24 ára. Lögfræðingur hans staðfesti þetta í sjónvarpsviðtali í gær, og sagði hjónin hafa skilið að borði og sæng í desember síðastliðnum.

Lost leikari heitur og húðflúraður- myndir

Leikararnir Josh Holloway sem er íslenskum sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur fyrir leik sinn í hinum geysivinsælu Lost þáttum er þessa dagana upptekinn við tökur á nýrri grínmynd sem nefnist Stay Cool ásamt Winonu Ryder og Chevy Chase.

Kelsey Grammer á batavegi

Kelsey Grammer, sem þekktastur er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Frasier og Cheers, var fluttur fyrir tæpri viku spítala. Hann er nú á batavegi

Reese Witherspoon neitar að giftast

Leikkonan Reese Witherspoon og kærastinn hennar leikarinn Jake Gyllenhaal eru ekki á leið upp að altarinu ef marka má fréttir í fjölmiðlum vestanhafs.

Jenna Jameson ólétt

Sögur herma að klámstjarnan fyrrverandi Jenna Jameson gangi nú með fyrsta barn sitt og kærastans Tito Ortiz. Jameson er sögð í skýjunum yfir því að vera að stofna fjölskyldu, og hyggst einbeita sér alfarið að barninu frekar en frægð og frama. Heimildamenn New York Post segja að hún hafi til að mynda átt bókaða fjölda funda á tískuvikunni í New York í haust, en hafi aflýst þeim öllum þegar hún komst að óléttunni.

Lisa Marie Presley með tvíbura

Það er enginn stjarna með stjörnum þessa dagana öðru vísi en að eiga tvíbura. Nýjasta parið til að tilkynna að það eigi von á einum slíkum er Lisa Marie Presley og eiginmaðurinn Michael Lockwood. Móðir hennar Priscilla staðfesti þetta í sjónvarpsviðtali vestanhafs í gær, en gaf ekki upp hvers kyns tvíburarnir væru. Hún sagði Lisu Marie hafa viljað halda þessu leyndu eins lengi og hægt hefði verið, en hún á von á sér í haust. Fyrir á Lisa Marie tvö börn á táningsaldri með fyrri eiginmanni sínum.

Bubbi í lífsháska - myndband

Eins og Vísir sagði frá í gær voru Bubbi Morthens, Páll Magnússon útvarpsstjóri og fleiri ferjaðir frá Eyjum að landi í björgunarbát þegar Bubbi hafði lokið við að skemmta í Herjólfsdal á Þjóðhátíð.

Íslensk heimildamynd á MTV

Viðræður eru á lokastigi milli framleiðenda heimildamyndarinnar From Oakland To Iceland og MTV í Danmörku um sýningar á myndinni. Samkvæmt heimildum Vísis flaug Ragnhildur Magnúsdóttir framleiðandi myndarinnar út um helgina til viðræðna við stöðina. Þar á bæ eru menn afar hrifnir af myndinni, og til greina kemur jafnvel að sýna hana á fleiri svæðum en Skandinavíu.

Sjá næstu 50 fréttir