Lífið

Friðrika Hjördís: Líkur mér en nafnið Friðrik átti ekki við hann

Friðrika Hjördís Geirsdóttir
Friðrika Hjördís Geirsdóttir

„Ég er voðalega ánægð með þetta nafn," svarar Friðrika Hjördís Geirsdóttir fjölmiðlakona þegar Vísir óskar henni til hamingju með nafnið á yngri syni hennar og Stefáns Hilmarssonar fjármálastjóra Baugs Group sem þau létu skíra í vikunni sem leið.

Drengurinn, sem fæddist 1. maí síðastliðinn, hlaut nafnið Hinrik Hrafn.

„Í byrjun vorum við að leita að nafni þar sem styttingin gæti verið Rikki, því mörgum finnst hann líkur mér en nafnið Friðrik fannst okkur ekki eiga við hann," svarar Friðrika aðspurð út í nafngiftina.

Friðrika ásamt eldri syninum Gunnari Helga.

„Þannig að við skírðum hann eftir afabróður hans Stefáns í móðurætt. Hrafn er einnig úr ættinni hans Stefáns en það er líka nafn sem ég hef alltaf haldið upp á."

„Eftir skírnina komumst við svo að því að Hinrik, afabróðir Stefáns, hafi verið mikill vinur Geirs afa míns. Hinrik var víst óskaplega geðgóður og glaðlyndur maður líkt og nafni hans er í dag. Hann var líka hestamaður og átti svipu sem honum var merkt. Sú svipa hafði svo lent í fórum afa míns og síðar hja foreldrum mínum."

„Svona geta tilviljanir verið, eða eru þetta tilviljanir? Þetta sýnir okkur allavegana það hversu lítill heimurinn er," segir Friðrika hin ánægðasta að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.